Sumarlokun skrifstofu

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Samiðnar lokuð frá 21.júlí til 4.ágúst.

Nýtt Samiðnarblað

Fyrsta tölublað ársins af Samiðnarblaðinu er nú komið út og hefur verið sent félagsmönnum.  Meðal efnis að þessu sinni er umfjöllun um ástand og horfur í efnahags- og atvinnumálum iðnaðarmanna auk forvitnilegs viðtals við fulltrúa SPES-samtakanna sem starfa að velferðarmálum í Tógó í Afríku. Sjá blaðið.

Leiðari Samiðnarblaðsins: Bygginga- og mannvirkjagerð í klakaböndum

Við bygginga- og mannvirkjagerð starfa um 15 þúsund manns og ekki er óvarlegt að halda því fram að um 45 til 50 þúsund manns byggi lífsafkomu sína með einum eða öðrum hætti á henni. Til viðbótar eru öll afleiddu störfin, til dæmis í verslun og ýmiss konar þjónustu. Starfsmannaflóran tekur til margra starfsstétta verkamanna, iðnaðarmanna og háskólamenntaðs fólks. Samdráttur í …

Enginn getur allt en allir geta eitthvað

Heimir Björn Janusarson skrifar um umhverfismál Það er sagt að ef fiðrildi blakar vængjunum í Kína geti það valdið fellibyl á Kúbu. Þetta er auðvitað dæmisaga en einhverstaðar á vindurinn upptök sín og „léttvæg“ áhrif á umhverfið á einum stað geta valdið stórskaða á öðrum. Umræðan um hlýnun jarðar hefur tekið á sig ýmsar myndir. Deilt hefur verið um hvort …

Skógrækt er líf og yndi Hörpu

Harpa Dís Harðardóttir sótt heim í Björnskot og tekin tali um Suðurlandsskóga og lífið á Skeiðunum – Ég hef verið viðloðandi Suðurlandsskóga í 11 ár. Þetta verkefni á vel við mig og ég er hæstánægð í vinnunni, segir Harpa Dís Harðardóttir garðyrkjufræðingur þegar tíðindamaður Samiðnarblaðsins sótti hana heim þar sem hún býr ásamt manni sínum og þremur börnum í Björnskoti …

Neytandinn skiptir höfuðmáli

– segir Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra Eins og fram hefur komið í síðustu Samiðnarblöðum hafa margir áhyggjur af veikri stöðu kaupenda í fasteignaviðskiptum. Í því sambandi hefur verið bent á þá staðreynd að hér á landi er ekki gerður greinarmunur á fasteignasala sem fer með mál seljanda og fasteignasala sem fer með mál kaupanda. Raunar er það svo að í …

Sá sem bjargar einu barni bjargar mannkyninu

Spes-samtökin eru alþjóðlegur félagsskapur fólks sem hefur það að markmiði að bæta lífsskilyrði barna sem búa við erfiðar aðstæður, eru mörg hver munaðarlaus og hafa fáa möguleika í lífinu. Í mörgum tilvikum er það jafnvel svo að möguleikar þeirra á að halda lífi fram á fullorðinsár eru takmarkaðir. Tilgangur og markmið samtakanna endurspeglast að nokkru leyti í nafninu, en Spes …

Pípað á heimsmeistaramóti í Japan

Árni Már Heimisson pípari tók þátt í heimsmeistaramóti iðnnema í Japan: – Óborganleg lífsreynsla – Þetta var algert æði, upplifun sem ég hefði alls ekki viljað missa af. Þar að auki er ég margfalt betri fagmaður núna en þegar fór í þessa keppni, segir Árni Már Heimisson pípulagnasveinn en hann tók þátt í heimsmeistaramóti iðnnema í bænum Numazu í Japan …

Er byggingariðnaður á leið á válistann?

Blikur eru á lofti í íslensku efnahagslífi. Blikur sem ekki hafa farið framhjá nokkrum manni. Eins og svo oft áður þegar kreppir að er það byggingariðnaðurinn sem fyrst verður fyrir barðinu á efnahagslægðinni. Samdrátturinn í sölu íbúðarhúsnæðis hefur þegar leitt til uppsagna hjá einstökum fyrirtækjum sem hafa sérhæft sig í byggingu íbúða. Þrátt fyrir slæma stöðu á þessum markaði var …

Margra ára baráttumál í höfn

Súsanna Vilhjálmsdóttir formaður Félags hársnyrtisveina segir að endur-menntunarmál stéttarinnar séu komin á beinu brautina. Græn námskeið í haust. – Það hefur verið baráttumál okkar hjá Félagi hársnyrtisveina í mörg ár að koma skikki á endurmenntunarmálin. Við náðum samstöðu með meisturum við gerð síðustu kjarasamninga um að taka upp endurmenntunargjald og í framhaldi af því höfum við nú gert samkomulag við …