NÝTT – Kjarasamningur við Samband garðyrkjubænda

Samiðn undirritaði þann 12.maí s.l. nýja kjarasamning við Samband garðyrkjubænda og er samningurinn á svipuðum nótum og nýgerður kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins og samkomulag ASÍ og SA.  Einnig eru launatöflur uppfærðar í samræmi við framangreinda samninga. Sjá samninginn.

NÝTT – Kjarasamningur við Bílgreinasambandið

Nýr kjarasamningur var undirritaður 11.maí s.l. við Bílgreinasambandið sem byggir á samningi Samiðnar og SA frá 5.maí s.l., kjarasamningi aðildarsambanda ASÍ og SA frá sama tíma og samkomulagi um Vinnustaðaskírteini.  Einnig er um að ræða uppfærða launatöflu sem tekur mið af launabreytingum í framangeindum samningum. Sjá nánar.

NÝTT – Kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins

Viðræðunefnd Samiðnar undirritaði þann 5.maí s.l. nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins til þriggja ára.  Samningurinn felur í sér almennar launahækkanir upp á rúmlega 11% á samningstímanum og hækkun á launatöxtum um kr. 34.000 auk hækkunar á orlofs- og desemberuppbót og eingreiðslu kr. 50.000 sem greiðist út við undirskrift.  Sjá nánar. 

Samningur við Samband garðyrkjubænda

Samiðn undirritaði í gær nýja kjarasamning við Samband garðyrkjubænda og er samningurinn á svipuðum nótum og nýgerður kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins og samkomulag ASÍ og SA.  Einnig eru launatöflur uppfærðar í samræmi við framangreinda samninga. Sjá samninginn.

Samið við Bílgreinasambandið

Nýr kjarasamningur var undirritaður í dag við Bílgreinasambandið sem byggir á samningi Samiðnar og SA frá 5.maí s.l., kjarasamningi aðildarsambanda ASÍ og SA frá sama tíma og samkomulagi um Vinnustaðaskírteini.  Einnig er um að ræða uppfærða launatöflu sem tekur mið af launabreytingum í framangeindum samningum. Sjá nánar.

Viðræðunefnd gengið frá sínum málum – reiknað með undirritun í dag

Ekkert er því til fyrirstöðu að nýr kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins verði undirritaður í dag en viðræðunefnd Samiðnar gekk frá lausum endum í gær.  Má því reikna með að senn leiki vöffluilmur um húsnæði ríkissáttasemjara sem tákn um að endurnýjun kjarasamninga hafi tekist.

Nýr kjarasamningur undirritaður í dag?

Nokkuð góður gangur er í samningaviðræðum Samiðnar og SA og tókst í gærkvöldi að ganga frá nokkrum mikilvægum málum.   Eftir standa þó viðræður um launaliðinn og hefst samningafundur kl. 10 í dag hjá ríkissáttasemjara og verður áherslan þá á lagfæringu lágmarkslauna en búið er að ganga frá almennum breytingum á launum.  Ef ekkert sérstakt kemur upp á má búast við …

Viðræðunefnd fundar

Viðræðunefnd Samiðnar átti fund með fulltrúm SA hjá ríkissáttasemjara kl. 13:30 í dag og hefur aftur verið boðuð til fundar kl. 17.

Golfmót Samiðnar 2.júní

Hið árlega golfmót Samiðnar og aðildarfélaga verður haldið á Golfvellinum í Öndverðarnesi á Uppstigningardag 2.júní.  Mótsgjald er kr. 3000 og skráning í síma 5356000 eða í tölvupósti helga@samidn.is og þarf að gefa upp forgjöf og stéttarfélag.  Golfarar – takið Uppstigningardaginn frá fyrir gott mót á góðum velli í góðum félagsskap! Nánar um Golfvöllinn í Öndverðarnesi.

Engir samningafundir boðaðir

Eftir árangurslausan samningafund í dag með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins ákvað viðræðunefnd Samiðnar á grundvelli heimildar samninganefndar að vísa deilunni til ríkissáttasemjara.  Engir frekari samningafundir hafa verið boðaðir.