Nýr kjarasamningur við Strætó bs

Gengið var frá nýjum kjarasamningi við Strætó bs í dag með gildistíma til 31.mars 2014.  Samningruinn byggir á sama grunni og nýgerður kjarasamningur milli Samiðnar og Reykjavíkurborgar.  Sjá samninginn.

Leggur þú þitt af mörkum?

Í síðustu kjarasamningum lagði Samiðn mikla áherslu á að bæta samkeppni í atvinnulífinu og auka gegnsæi í útboðum og að unnið yrði markvist að útrýmingu gerviverktöku.  Í samningaviðræðunum varð samkomulag um að ASÍ og SA gengju til samstarfs við ríkisskattstjóra um átak til þess að ná þessum markmiðum fram.  Átakið „Leggur þú þitt af mörkum?“ er einn liður í átakinu en …

Samningur við Orkuveituna samþykktur með miklum mun

Nýr kjarasamningur á milli Samiðnar f.h. aðildarfélaga og Orkuveitu Reykjavíkur frá 1.júní s.l. var samþykktur með miklum mun eða yfir 90% atkvæða í kosningu meðal félagsmanna.  Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 38%. Sjá samninginn.

Kjarasamningur við Reykjavíkurborg samþykktur samhljóða

Félagar í Fagfélaginu og Félagi iðn- og tæknigreina samþykktu mótatkvæðalaust nýjan kjarasamning Samiðnar við Reykjavíkurborg sem gildir frá 1.maí 2011 til 31.mars 2014. Þátttaka í kosningunni hjá Fagfélaginu var 66% og hjá Félagi iðn- og tæknigreina 71%. Sjá samninginn.

Nýr kjarasamningur – helstu ákvæði

Nýr kjarasamningur á milli Samiðnar og SA sem undirritaður var 5.maí s.l. er til þriggja ára og felur í sér almennar launahækkanir upp á rúmlega 11% á samningstímanum og hækkun á launatöxtum um kr. 34.000 auk hækkunar á orlofs- og desemberuppbót og eingreiðslu kr. 50.000 sem greiðist út við undirskrift.  New Collective Agreement ENGLISH VERSION – click here Almennar launahækkanir 1.júní 2011 …

NÝTT – kjarasamningur við Orkuveituna

Nýr kjarasamniningur á milli Samiðnar og Orkuveitu Reykjavílkur var undirritaður þann 1.júní s.l. og er hann á svipuðum nótum og samningar þeir sem undirritaðir hafa verið undanfarna daga.  Gildistími samningsins er til loka janúar 2014. Sjá samninginn.

NÝTT – kjarasamningur við ríkið

Nýr kjarasamningur við ríkið var undirritaður 31.maí s.l. í húsnæði ríkissáttasemjara með gildistíma til 31.mars 2014.  Samningurinn er á svipuðum nótum og samningar á almennum markaði og hljóðar upp á eingreiðslu kr. 50.000 sem greiðist við undirritun og hækkanir á launum þann 1.júní 4,25%, þann 1.mars 2012 3,50% og þann 1.mars 2013 3,25%, þá kemur eingreiðsla kr. 38.000 til greiðslu …

NÝTT – kjarasamningur við Reykjavíkurborg

Viðræðunefnd Samiðnar undirritaði 30.maí s.l. nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg til þriggja ára.  Launahækkanirnar hljóða upp á kr. 12.000 þó að lágmarki 4,6% þann 1.júní 2011, kr. 11.000 þó að lágmarki 3,5% þann 1.mars 2012 og kr. 11.000 þó að lágmarki 3,5% þann 1.mars 2013 .  Auk þess 50.000 kr. eingreiðsla sem greiðist til þeirra sem voru í fullu starfi mánuðina mars til maí á …

NÝTT – kjarasamningur við meistarafélögin

Viðræðunefnd Samiðnar gekk þann 27.maí s.l. frá nýjum kjarasamningi við aðildarfélög Meistarasambands byggingamanna og er hann á svipuðum nótum og nýgerður samningur við Samtök atvinnulífsins.  Sjá samninginn.