Leggur þú þitt af mörkum?

Í síðustu kjarasamningum lagði Samiðn mikla áherslu á að bæta samkeppni í atvinnulífinu og auka gegnsæi í útboðum og að unnið yrði markvist að útrýmingu gerviverktöku.  Í samningaviðræðunum varð samkomulag um að ASÍ og SA gengju til samstarfs við ríkisskattstjóra um átak til þess að ná þessum markmiðum fram.  Átakið „Leggur þú þitt af mörkum?“ er einn liður í átakinu en síðar á árinu eru væntanlegar breytingar á reglum um opinber innkaup og um hæfi bjóðenda í tilboðsgerð.

Í dag var samningur undirritaður á milli þessara aðila undir yfirskriftinni „Leggur þú þitt af mörkum?“ og mun átakið standa fram á haustmánuði.  Athyglinni verður sérstaklega beint að litlum og meðalstjórum fyrirtækjum þar sem fulltrúar aðilanna þriggja munu heimsækja vinnustaði og veita ráðgjöf og fræðslu um viðeigandi reglur og lagaramma.  Markmiðið er að stuða að betri tekjuskráning og tryggja að starfsmenn séu skráðir á launaskrá og farið sé að lögum og reglum.

leggur_thu_thitt_af_morkum