Nýr kjarasamningur við ríkið var undirritaður 31.maí s.l. í húsnæði ríkissáttasemjara með gildistíma til 31.mars 2014. Samningurinn er á svipuðum nótum og samningar á almennum markaði og hljóðar upp á eingreiðslu kr. 50.000 sem greiðist við undirritun og hækkanir á launum þann 1.júní 4,25%, þann 1.mars 2012 3,50% og þann 1.mars 2013 3,25%, þá kemur eingreiðsla kr. 38.000 til greiðslu þann 1.mars 2014. Álag á orlofs- og desemberuppbót árið 2011 er kr. 10.000 á orlofsuppbót og kr. 15.000 á desemberuppbótina.