Gefa bankarnir tóninn?

Launaþróun innan íslensku bankanna er hvorki í takt við almenna launaþróun í landinu né verðmætaaukningu í íslensku atvinnulífi.  Í aðdraganda endurnýjunar kjarasamninga er ekki óeðlilegt að horft sé til launaþróunar hjá einstökum starfsgreinum eða starfshópum.  Í hruninu 2008 voru íslensku bankarnir stórir gerendur og bæði einstaklingar og fyrirtæki töpuðu miklum fjármunum í viðskiptum við þá.  Til að bjarga bönkunum varð …

Laun á vinnumarkaði hafa hækkað um 74% en kaupmátturinn um 2,8%

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands hafa laun hækkað um 74% að meðaltali á tímabilinu 2005-2013.  Nokkur munur er á almennum vinnumarkaði og þeim opinbera en breytingin er 76,8% á almenna vinnumarkaðnum en 69,4% hjá ríkisstarfsmönnum og 68,3% hjá starfsfólki sveitarfélaga. Launabreytingarnar má að stærstum hluta rekja til umsaminna launabreytinga í kjarasamningum sem gerðir hafa verið á tímabilinu. Einnig þarf að …

Húsnæðisverð heldur áfram að hækka

Húsnæðisverð hefur hækkað um 0,4% milli júlí og ágúst samkvæmt gögnum frá Hagstofunni sé horft til alls landsins. Á síðustu 12 mánuðum hefur húsnæðisverð hækkað um 6,5% að nafnvirði og að raunvirði um 2,4% síðustu 12 mánuði. Húsnæðisverð hefur hækkað um 22,2% frá því það var sem lægst að nafnverði en 9,8% að raunvirði. Raunvirði húsnæðis er hinsvegar enn 28% …

Laun hækki umfram verðbólgu

Í viðtölum við formenn Samiðnar, RSÍ og VM í Morgunblaðinu 12. ágúst s.l kom skýrt fram að lágmarkskrafan í komandi kjarasamningum verður á hækkun launa umfram verðbólgu. Í spá Seðlabankans er gert ráð fyrir 4% verðbólgu næstu árin og viðskiptabankarnir spá heldur meiri verðbólgu eða 3,9 til 4,7%. Formaður Samiðnar Hilmar Harðarson leggur áherslu á að næstu kjarasamningar skili auknum …

Svigrúm til lækkunar matvælaverðs?

Í Markaðspunktum Arionbanka í gær er varpað fram þeirri spurningu hvort svigrúm sé til lækkunar á matvælaverði.

Rakin er þróunin frá fyrri hluta ársins 2007 til júní á þessu ári en verð á matar- og drykkjarvörum hefur hækkað um 68% á þessu tímabili á meðan almennt verðlag hefur hækkað um 51%.  Stóran hluta þessarar hækkunar má rekja til gengishrunsins árið 2008, auk þess sem hrávöruverð á heimsmarkaði náði nýjum hæðum, en þróunin sýnir að þau matvæli sem hafa hækkað mest eiga það sammerkt að vera innflutt og tengjast náið hrávörum á heimsmarkaði.

Kjaramálaráðstefna 20. september

Kjaramálaráðstefna Samiðnar verður haldin 20.september n.k. til undirbúnings endurnýjunar kjarasamninga sem renna út í lok nóvember.  Samiðn hefur jafnan í aðdraganda kjarasamningsviðræðna boðið trúnaðarmönnum vinnustaða og helsta lykilfólki til ráðstefnu þar sem farið er yfir helstu áherslur og það sem helst brennur á.

Nýtt akstursgjald

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákvarðað nýtt akstursgjald kr. 116 á hvern ekinn kílómeter leggi starfsmaður til bifreið við vinnu sína.Sjá nánar hér.

Golfmót Samiðnar – úrslit

Hið árlega golfmót Samiðnar fór fram í blíðskaparveðri á Golfvellinum Kili í Mosfellsbæ föstudaginn 21. júní s.l.  Um sextíu golfara úr aðildarfélögum Samiðnar tóku þátt í mótinu ásamt gestum en mótið var jafnframt innanfélagsmót aðildarfélaga Samiðnar.   Sjá úrslit.             Sjá myndir.

Nýtt verkfæragjald blikksmiða

Samkvæmt kjarasamningi Samiðnar og SA breytist verkfæragjald blikksmiða þann 1. júlí úr kr. 131,5 í kr. 134,8 til samræmis við breytingu á byggingavísitölu. Sjá nánar í kjarasamningi (bls. 81).

Golfmót Samiðnar 21. júní

Hið árlega golfmót Samiðnar verður að þessu sinni haldið föstudaginn 21.júní kl. 16 á Golfvellinum Kili í Mosfellsbæ. Mótsgjald er kr. 4.500. Ræst verður út kl. 16 af öllum teigum í einu. Athugið að mæta tímanlega. Mótið er jafnframt innanfélagsmót aðildarfélaga Samiðnar og er það opið félagsmönnum Samiðnar og fjölskyldum þeirra. Skráning er í síma 535 6000 eða í netfangið …