Kjaramálaráðstefna 20. september

Kjaramálaráðstefna Samiðnar verður haldin 20.september n.k. til undirbúnings endurnýjunar kjarasamninga sem renna út í lok nóvember.  Samiðn hefur jafnan í aðdraganda kjarasamningsviðræðna boðið trúnaðarmönnum vinnustaða og helsta lykilfólki til ráðstefnu þar sem farið er yfir helstu áherslur og það sem helst brennur á.