Nýr kjarasamningur til ársloka 2014

Kjarasamningurinn sem aðildarsamtök Alþýðusambands Íslands undirrituðu 21. desebmer við Samtök atvinnulífsins er svokallaður aðfarasamningur. Auk launabreyinga gefur samningurinn aðilum 12 mánuði til að undirbúa gerð langtímasamnings sem á að tryggja stöðugleika í íslensku efnahagslífi og kaupmáttaraukningu til framtíðar. Vinna við undirbúning slíks langtímasamnings hefst strax í byrjun nýs árs. Með samningnum er tekin upp sú nýbreytni að gengið er frá sérstakri viðræðuáætlun sem unnið verður eftir með tímasettum markmiðum um framvindu.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!

Stjórn og starfsfólk Samiðnar óskar félögum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við sendum engin jólakort í ár en styrktum þess í stað Rauða krossinn.

Lokað vegna jarðarfarar 20. desember

Skrifstofa Samiðanar verður lokuð eftir hádegi föstudaginn 20. desember vegna útfarar Sveins Ingasonar miðstjórnarmanns í Samiðn og ritara stjórnar Félags iðn- og tæknigreina.

Neysluútgjöldin hækkuðu um 7,3% en tekjurnar um 3,8%

Í nýbirtri rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna fyrir árin 2010-2012 hækkuðu neysluútgjöldin um 7,3% á tímabilinu 2011-2012 en tekjurnar um 3,8%. Útgjöld heimilanna voru 89% af ráðstöfunartekjum og höfðu hækkað en þau voru 86% á árunum 2009-2010. Meðal ráðstöfunartekjur heimilanna voru að meðaltali 533 þúsund á mánuði. Neysluútgjöld á heimili árin 2010-2012 voru 476 þúsund kr. á mánuði að meðaltali …

Viðræðum hætt

Samninganefnd ASÍ hefur á undanförnum vikum unnið að því að leggja grunn að aðfarasamningi við Samtök atvinnulífsins, þar sem þess yrði freistað að ná auknum kaupmætti, tryggja stöðugleika í efnahagsmálum og lága verðbólgu. Ágætur árangur hefur náðst um umgjörð slíks samnings. Í dag kom hins vegar í ljós djúpstæður ágreiningur við SA um launalið væntanlegs samnings, einkum það sem snýr …

Byggiðn ályktar um kjaramálin og iðnaðarlögin

Í ályktun um kjaramálin sem samþykkt var á félagsfundi í Byggiðn – Félagi byggingamanna þann 28. nóvember s.l. lýsir félagið yfir áhyggjum sínum af þeim gríðarmikla samdrætti sem orðið hefur í byggingu íbúðarhúsnæðis og opinberum framkvæmdum og leitt hefur af sér mikinn atgerfisflótta iðnmenntaðra byggingamanna.  Félagið gerir þá skýlausu kröfu til Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórnar Íslands að nú þegar verði brugðist við …

Vika 48 liðin án samninga

Mikil umræða hefur farið fram um betri og skilvirkari vinnubrögð við gerð kjarasamninga og hefur verið horft til annarra Norðurlanda í því sambandi. Í skýrslu sem unnin var undir stjórn ríkissáttasemjara og gefin var út s.l vor, kom í ljós að það sem helst greindi okkur frá því sem viðgengst á hinum Norðurlöndunum er ómarkvissari undirbúningur og hvað viðræður um …

Leggur þú þitt af mörkum – 55,6% fyrirtækja í skilum

Í nýútkominni skýrslu verkefnisins „Leggur þú þitt af mörkum“ má lesa að af þeim 748 fyrirtækjum sem heimsótt voru í sumar af fulltrúum ASÍ, SA og RSK, voru 416 fyrirtæki eða 55,6 % með stöðuna „Lokið án athugasemda“ og er þá átt við að fyrirtæki standi skil á staðgreiðslu og virðisaukaskatti og tekjuskráning sé formlega í lagi, 44,4% voru með …

Er ábyrgð atvinnurekenda engin?

Þessa dagana eru stéttarfélögin innan ASÍ að ræða saman og samhæfa áherslur sínar gagnvart Samtökum atvinnulífsins. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hver niðurstaðan verður eða hvort allir verða samferða þegar á reynir þó svo samlegðin sé augljós. Á síðustu dögum hafa Samtök atvinnulífsins staðið fyrir auglýsingaherferð í fjölmiðlum landsins þar sem því er haldið fram að kauphækkanir síðustu ára …