Byggiðn ályktar um kjaramálin og iðnaðarlögin

Í ályktun um kjaramálin sem samþykkt var á félagsfundi í Byggiðn – Félagi byggingamanna þann 28. nóvember s.l. lýsir félagið yfir áhyggjum sínum af þeim gríðarmikla samdrætti sem orðið hefur í byggingu íbúðarhúsnæðis og opinberum framkvæmdum og leitt hefur af sér mikinn atgerfisflótta iðnmenntaðra byggingamanna.  Félagið gerir þá skýlausu kröfu til Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórnar Íslands að nú þegar verði brugðist við þeirri kjara- og lífskjaraskerðingu sem byggingamenn hafa sætt undan farin ár.

Í ályktun um iðnaðarlögin gerir félagið þá kröfu að við endurskoðun á iðnaðarlögum verði staðinn vörður um löggiltar iðngreinar.  Auk þess að fara fram á refsiheimild í lögunum, fordæmir félagið fyrirtæki sem nota ófaglært starfsfólk í störf iðnaðarmanna og slaka við það á kröfum um gæði, öryggi og almannahagsmuni.  Með þessari háttsemi koma fyrirtækin óorði á iðngreinarnar í heild sinni og skorar félagið því á atvinnuvegaráðuneytið, atvinnurekendur og samtök þeirra að standavörð um verk- og tæknimenntun í landinu. 

Ályktanirnar má sjá í heild hér.