Stöðugleiki sem bætir ekki hag allra er blekking

Þessa dagana eru læknar að greiða atkvæði um nýgerðan kjarasamning við ríkið. Samningurinn hefur ekki verið birtur opinberlega en öllum má ljóst vera að hann inniheldur meiri hækkanir en almenningur hefur átt kost á í þeim samningum sem gerðir hafa verið síðustu misserin.Öllum má einnig vera ljóst að kjarasamningur lækna og samningur kennara frá því s.l. vetur brjóta þann ramma …

Nýtt verkfæragjald blikksmiða 1.janúar

Samkvæmt kjarasamningi Samiðnar og SA breyttist verkfæragjald blikksmiða þann 1. janúar úr kr. 137 í 137,25 til samræmis við breytingu á byggingavísitölu. Sjá nánar í kjarasamningi (bls. 81).

Nýtt ár – ný tækifæri

Nú þegar við kveðjum árið 2014 er gott að horfa til baka en ekki síður horfa til þeirra tækifæra sem nýtt ár ber í skauti sér.Árið 2014 hefur verið okkur Íslendingum að mörgu leyti hagsælt, við höfum búið við meiri efnahagslegan stöðugleika en við eigum að venjast, kaupmáttur hefur farið vaxandi, atvinnuleysið hefur haldið áfram að minnka og við höfum …

Formaður FIT: Engin sátt nema allir taki þátt

Hilmar Harðarson, formaður Félags iðn- og tæknigreina og Samiðnar skrifar leiðara í nýútkomið Fréttabréf FIT þar sem hann fer yfir gildandi kjarasamninga og leggur mat á stöðuna fyrir komandi kjaraviðræður. „Eins og félagsmönnum er líklega í fersku minni var gengið frá kjarasamningum á aðventunni í fyrra. Gerður var svonefndur aðfararsamningur, til eins árs. Lögð var áhersla á kaupmáttaraukningu og hóflegar …

Hagfellt ár fyrir lífeyrissjóðina

Árið 2014 er lífeyrissjóðum hagfellt. Gunnar Baldvinsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, skrifar í áramótagrein í nýútkominni Vefflugu, að flest bendi til þess að ávöxtun sjóðanna verði góð og nokkuð yfir 3,5% langtímaviðmiði um ávöxtun. Orðrétt skrifar hann: „Lág verðbólga er góð frétt fyrir lífeyrissjóðina þar sem skuldbindingar þeirra eru verðtryggðar. Hagstæð ávöxtun og lág verðbólga valda því að eignir aukast meira …

Besta jólagjöfin í ár – verðbólgan undir 1% !!!!!!

Þau tíðindi berast heimsbyggðinni að verðbólga á Íslandi sé komin undir 1% sem hlýtur að teljast til stórtíðinda og eitthvað sem við höfum ekki þekkt. Þetta er væntanlega besta jólagjöfin í ár og ekki spillir fyrir að nú er því spáð að verðbólgan muni haldast lítil næstu mánuði.Þessi árangur staðfestir að það var rétt ákvörðun við gerð síðustu kjarasamninga að …

Samiðn styrkir fjölskylduaðstoð Rauða krossins

Fjölskylduaðstoð Rauða krossins hlýtur jólastyrk Samiðnar að þessu sinni en sá háttur hefur verið hafður undanfarin ár að veita velgjörðafélagi fjárstuðning í stað þess að senda samstarfsaðilum jólakort.  Á meðfylgjandi mynd má sjá Hilmar Harðarson, formann Samiðnar, afhenta fulltrúa Rauða krossins styrkinn.

Félag pípulagningameistara

Kjarasamningur Samiðnar og Félags pípulagningameistara frá 7. maí 2019 Sjá samninginn  Sjá launatöflur Kjarasamningur Samiðnar og Félags pípulagningameistara frá 1. janúar 2015 Sjá samninginn Kjarasamningur Samiðnar og Félags pípulagningameistara frá 1.janúar 2014 Sjá samninginn Sjá yfirlýsingu Sjá launatöflur

Kaldar kveðjur til launafólks í aðdraganda kjarasamninga

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands telur ríkisstjórnina lítið koma til móts við þá gagnrýni sem Alþýðusambandið og m.a. Samiðn settu fram í haust á forgangsröðun stjórnvalda í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Sú stefna stjórnvalda sem fram kemur í annarri umræðu um frumvarpið gerir stöðuna enn erfiðari. Laun munu þurfa að hækka sérstaklega til að mæta auknum álögum s.s. á matvæli og heilbrigðisþjónustu. …

Hugleiðingar um launin og kaupmáttinn á jólaföstu

Við gerð síðustu kjarasamninga lagði Samiðn áherslu á að kjarasamningarnir tryggðu vaxandi kaupmátt og þeir stuðluðu að efnahagsstöðuleika. Þessi sjónarmið gengu eftir að miklu leyti og nú búum við Íslendingar við minni verðbólgu en þekkst hefur um langt skeið og kaupmáttur hefur aukist meira en við þorðum að gera ráð fyrir við undirritun kjarasamninga.En þrátt fyrir góðan árangur í síðustu …