Höfum séð það svartara

segir Sigfús Eysteinsson, formaður Iðnsveinafélags Suðurnesja, um atvinnuástandið á Suðurnesjum í kjölfar uppsagna á Keflavíkurflugvelli Atvinnumál á Suðurnesjum voru töluvert til umræðu á síðustu mánuðum nýliðins árs. Ástæðan eru fyrst og fremst uppsagnir starfsmanna hjá bandaríska hernum sem tilkynntar voru í tvígang í haust. Fyrst var sagt upp 90 manns en þær uppsagnir síðan dregnar til baka eftir að bent …

Aðstæður við upphaf kjarasamninga

Á síðasta ári lauk einu lengsta samfellda hagvaxtarskeiði Íslandssögunnar. Á fimm ára tímabili mældist hagvöxtur að meðaltali um 5% á ári, sem er mjög mikið bæði í sögulegu samhengi og í alþjóðlegum samanburði. Við Íslendingar erum annars vanir efnahagssveiflum; miklum uppgangstímum og erfiðum samdrætti í kjölfarið. Þeir sem náð hafa miðjum aldri muna vel eftir uppsveiflunni sem hófst árið 1984 …

Verðum að hækka launataxtana

– segir Súsanna Björg Vilhjálmsdóttir, formaður Félags hársnyrtisveina, um kjaraviðræðurnar Súsanna Björg Vilhjálmsdóttir, formaður Félags hársnyrtisveina, kvaðst ekkert alltof bjartsýn á að vel gengi að semja. „Þessi uppákoma fyrir jólin þegar þingmenn ákváðu að bæta lífeyrisréttindi sín hleypti illu blóði í fólk. Við erum búin að reyna að semja um það árum saman að fá sömu lífeyrisréttindi og opinberir starfsmenn …

Spjall við forystumenn Samiðnar

Spjall við forystumenn Samiðnar, Finnbjörn Hermannsson og Örn Friðriksson, um kröfugerð iðnaðarmanna íviðræðum um nýja kjarasamninga Treystum kaupmáttinn og atvinnustigið Snemma í desember lagði samninganefnd Samiðnar fram kröfugerð félagsins vegna viðræðna um endurnýjun kjarasamningsins sem rennur út í lok janúar. Meginforsendur kröfugerðarinnar eru þær að viðhalda stöðugleikanum í efnahagslífinu, lágri verðbólgu, vaxandi kaupmætti og atvinnuleysi í lágmarki. Félögin sem Samiðn …

Úr skilaboðaskjóðu formannsins

Kjarakröfurnar litast af ástandinuEina ferðina enn stöndum við frammi fyrir því verkefni að endurnýja kjarasamninga. Mikil vinna hefur farið fram innan einstakra aðildarfélaga Samiðnar við að móta kröfur og lauk henni á sambandsstjórnarfundi Samiðnar þar sem kröfurnar voru samræmdar. Ekki þurfti að hafa mikla vinnu við það því annars vegar voru kröfurnar mjög vel skilgreindar frá félögunum og hins vegar …

Kjarasamningarnir: Hærri kaumáttur

Burt með félagsleg undirboð Viðræður um endurnýjun kjarasamninga eru hafnar. Að mörgu leyti hefur yfirstandandi samningstímabil verið hagstætt launafólki. Flestir hafa búið við vaxandi kaupmátt og stöðugleiki hefur ríkt í efnahagslífinu. Þrátt fyrir þetta hafa hópar innan Samiðnar ekki haldið í við verðlag og því ekki fengið kaupmáttaraukningu á samningstímanum. Það er mikilvægt að hafa þetta í huga við endurnýjun …

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja

Guðmundur Smári Guðmundsson aðaltrúnaðarmaður hjá Marel fór í sumar á vegum Félags járniðnarmanna til Finnlands. en þar hann sótti námskeið hjá Norræna sumarskólanum sem í 54 ár hefur haldið úti námskeiðum fyrir trúnaðarmenn og aðra forystumenn verkalýðshreyfingarinar á Norðurlöndum.Námskeiðið í ár var um samfélagslega ábyrgð fyrirtæka. Fjallað var um þetta efni frá ýmsum hliðum og meðal annars spurt: Hafa fyrirtækin …

Í baráttu við holurnar átján

Samiðnarmótið í golfi hefur fest sig í sessi. Metþátttaka var í ár Glæsilegur bolti, flott högg, fínt pútt – þetta var meðal þess sem heyra mátti á Strandavelli við Hellu 16. júní síðastliðinn þegar hið árlega golfmót Samiðnar fór þar fram. Tíðindamaður Samiðnarblaðsins slóst í för með fjórum keppendum til að taka aðeins púlsinn á þessari íþrótt sem nýtur sívaxandi …

Þeir sem ekki sækja námskeið detta fljótt út úr faginu

Hvaða námskeið eru vinsælust meðal iðnaðarmanna? Hvað er í boði af endurmenntun? Eftir því sem tækninni fleygir fram verður þörfin fyrir símenntun og endurmenntun stöðugt brýnni. Þetta eru kannski engin ný sannindi en verða æ ljósari með hverju árinu sem líður. Á starfsvettvangi iðnaðarmanna birtist þetta í því að stöðugt koma ný efni til sögunnar, nýjar aðferðir, nýjar vélar og …

Mat á kjarasamningum

Stefán Úlfarsson hagfræðingur hjá ASÍ skrifar Nú eru stéttarfélög innan Alþýðusambands Íslands farin að undirbúa gerð kjarasamninga sem flestir eru lausir frá næstu áramótum. Við þá vinnu er eðlilegt að lagt sé mat á árangur síðustu samninga, þ.e. samninganna frá árinu 2000. Hér verður gerð tilraun til slíks mats. Samningarnir 2000: Almennt Árið 2000 sömdu landssambönd innan ASÍ hvert út …