Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja

Guðmundur Smári Guðmundsson aðaltrúnaðarmaður hjá Marel fór í sumar á vegum Félags járniðnarmanna til Finnlands. en þar hann sótti námskeið hjá Norræna sumarskólanum sem í 54 ár hefur haldið úti námskeiðum fyrir trúnaðarmenn og aðra forystumenn verkalýðshreyfingarinar á Norðurlöndum.
Námskeiðið í ár var um samfélagslega ábyrgð fyrirtæka. Fjallað var um þetta efni frá ýmsum hliðum og meðal annars spurt: Hafa fyrirtækin samfélagslega ábyrð – eða er eina hlutverk þeirra að skila eigendum sínum arði? Einnig var mikið rætt um það hvernig verkalýðshreyfingin getur stuðlað að aukinni samfélagslegri ábyrgð hjá fyrirtækjunum. Til þess að ræða þessi mál voru fengnir ýmsir málsmetandi einstaklingar með sérþekkingu á þessu sviði.
– Almennt má segja að mönnum fyndist að fyrirtækin mættu sýna meiri ábyrgð í þessum efnum. Mörg dæmi voru nefnd um fyrirtæki sem lagt hafa niður starfsemi og skilið eftir heilu byggðarlögin sem rjúkandi rúst, segir Guðmundur.
Einnig var rætt nokkuð um ábyrgð fyrirtækja þegar kemur að einstökum starfsmönnum, og um ábyrgð fyrirtækja almennt á félagslegri vellíðan starfsmanna sinna og fjölskyldna þeirra.
– Það vakti athygli annarra ráðstefnugesta þegar við Íslendingar sögðum frá því hvernig bæði stéttarfélögin og mörg fyrirtæki á Íslandi styðja við bakið á fólki sem þarf til dæmis á áfengismeðferð að halda, segir Guðmundur sem sagðist hafa verið undrandi yfir hvað slík aðstoð væri bágborin annarstaðar á Norðurlöndum.

Ferð til Eistlands

– Það sem stendur uppúr eftir þessa ferð var tveggja daga heimsókn okkar til Eistlands. Það er ljóst að það er láglaunaland. Og kom þvói verðlag í verslunum verulega á óvart. Til dæmis kostar eitt par línuskautar á 15.000 svo eitthvað sé nefnt. Mig grunar því sterklega að tvöfalt hagkerfi sé þarna í gangi, segir Guðmundur Smári Guðmundsson. Aðspurður um hvernig gengi fyrir íslenskan trúnaðarmann hjá Marel að tjá sig á Norðurlandamáli og taka þátt í umræðum segir hann að oft hafi hann þurft að grípa til enskunnar. Fyrirlestrar og umræður hafi þó farið mest fram á Norðurlandamálunum.
– Þetta bjargaðist en ég ráðlegg engum að fara á svona námskeið nema að hafa ágætt vald á einhverju norðurlandamáli og enskuni, segir Guðmundur Smári.