TR-mælirinn gott tæki til að mæla vinnuumhverfið

Garðar Örn Róbertsson hjá SS-verktökum hefur haft umsjón með TR-mælingum á sínum vinnustað og segir yngri starfsmenn mun jákvæðari í vinnuverndarmálum en hina eldri– Miðað við þá mælikvarða sem miðað er við í TR-mælinum var ástandið í vinnuumhverfismálum ekki gott þegar við hófum hér mælingar. Það kom hins vegar í ljós strax við næstu mælingu að ástandið hafði skánað, segir …

Janus endurhæfing – valkostur við örorku

Nýtt líf eftir heilsuleysi Velferðarsamfélag nútímans hleypur undir bagga með þeim sem geta ekki séð fyrir sér vegna veikinda, slysa eða annarra óviðráðanlegra áfalla: almannatryggingar, sjúkrasjóðir, lífeyrissjóðir – og örorkubætur. Undanfarna áratugi hefur kostnaður vegna örorkubóta hins vegar vaxið hröðum skrefum, svo sumum hefur þótt nóg um. Öðrum sýnist að öryrkjar fái ekki næga aðstoð. Eitt ráð við þessu er …

Vandamálin leysast ekki ef við múrum þau inni

Þröstur Haraldsson ræðir við Arne Johansen forseta Evrópusambands byggingar- og trjáiðnaðarmanna um áhrifin af stækkun ESB á norrænan vinnumarkað Snemma í september var tíðindamaður Samiðnarblaðsins á ferð um Pólland og Danmörku. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér hvaða áhrif stækkun Evrópusambandsins getur haft á vinnumarkað á Norðurlöndum. Í umræðum um Evrópumálin hefur oft komið fram að margir óttast mikinn straum …

Hvers vegna er frelsi okkar takmarkað?

Spyr Katarzyna Sobon hjá Samstöðu í Póllandi í tilefni af takmörkunum á innflutningi vinnuafls frá nýjum aðildarríkjum EvrópusambandsinsPólska verkalýðsfélagið Samstaða varð heimsfrægt fyrir að vera félagið sem steypti kommúnismanum í Austur-Evrópu. Síðan hefur ýmislegt drifið á daga þessara samtaka, og urðu þau um tíma að pólitískum flokki en hafa nú dregið sig út úr pólitík. Nú sinnir Samstaða hefðbundnum störfum …

Samnorræn námskrá í undirbúningi í háriðn

Lilja Sæmundsdóttir varaformaður Félags hársnyrtisveina segir brýnt að taka á endurmenntunarmálum í háriðn „Ég held að miðað við aðstæður geti hársnyrtisveinar vel við nýjan kjarasamning unað. Í fyrri samningi okkar voru tveir kauptaxtar. Okkur tókst að fella niður lægri taxtann og hækka hinn. Nú var einnig samið fyrir hársnyrtinema sem nýlega gengu til liðs við félagið,“ segir Lilja Sæmundsdóttir varaformaður …

Iðnréttindi framtíðarinnar

Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur Samtaka iðnaðarins sagði meðal annars í sínu erindi að það kerfi iðnréttinda sem við byggjum á hér á landi væri orðið næsta einstætt í okkar heimshluta. „Saga þess er merkileg og lærdómsrík en ekki samfelld sigurganga því heimildir allt frá fyrstu tíð lýsa erfiðleikum við að knýja fram að lögregla taki á fúski og starfsemi réttindalausra. Núgildandi …

Alþjóðavæðingin

Gissur Pétursson, forstöðumaður Vinnumálastofnunar, hóf mál sitt á því að skilgreina hvað átt er við með alþjóðavæðingu og niðurstaða hans er að þar sé átt við vaxandi aukningu í alþjóðaviðskiptum, aukinn hreyfanleika fjármagns og mikinn vöxt alþjóðlegra fjárfestinga, einkum í Austur-Evrópu og þróunarríkjunum. Einnig mætti sjá þessa þróun í hreyfanleika fólks og vinnuafls milli landa og heimsálfa. Forsendur þessarar þróunar …

Alþjóðlegi vinnumarkaðurinn er í mikilli gerjun um þessar mundir

Alþjóðavæðingin og vinnumarkaðurinn voru eitt af stóru málunum á síðasta þingi Samiðnarmanna. Til að ræða þessi mál voru fengnir þrír frummælendur, þau Sam Hägglund formaður Sambands norrænna byggingarmanna, Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins. Í máli þeirra allra kom fram að miklar breytingar eiga sér nú stað á þessum vettvangi og sumar þannig að rétt …

Alþjóðavæðingin hefur skapað mörg ný vandamál

Göran Johnsson formaður sænska málmiðnaðarsambandsins óttast að opnun Kína hafi alvarlegar afleiðingar fyrir iðnað á Vesturlöndum Göran Johnsson formaður málmiðnaðarsambandsins í Svíþjóð var gestur á nýafstöðnu Samiðnarþingi. Göran hefur verið lengi í forystu málmiðnaðarmanna í Svíþjóð og er jafnframt virkur í stjórnmálum þar í landi, en hann á sæti í stjórn sænska jafnaðarflokksins sem er stærsti flokkur Svíþjóðar og nátengdur …

Þróun vinnumarkaðarins á Íslandi í brennidepli Samiðnarþings á A

Þótt staðan á íslenskum vinnumarkaði hafi verið fyrirferðar- mest á 4. þingi Samiðnar voru fjölmörg önnur mál á dagskrá, svo sem kjaramál, menntunarmál, velferðarmál, vinnuvernd og starfshættir Samiðnar Fjórða þing Samiðnar var haldið á Akureyri í byrjun maí og fögnuðu Samiðnarmenn þar 11 ára afmæli sambandsins sem stofnað var 8. maí 1993. Á þinginu nýttu menn tímann vel og ræddu …