Hækkun kílómetragjalds

Þann 1. nóvember n.k. hækkar kílómetragjald í 62 kr. fyrir hvern ekinn kílómetra samkvæmt ákvörðun Ferðakostnaðarnefndar. Minnsta gjald jafngildir 11,11 km og hækkar gjaldið um 15% ef ekið er með verkfærakistur og 30% ef ekið er með efni og/eða tæki. Sjá nánar á vef fjármálaráðuneytisins.

Styðjum afgreiðslu- og þjónustubann á Sólbak EA-7

Framkvæmdastjórn Samiðnar beinir því til allra aðildarfélaga sambandsins að þau styðji  afgreiðslu- og þjónustubann á Sólbak EA-7.   Jafnframt hvetur framkvæmdastjórn Samiðnar aðildarfélögin til að koma í veg fyrir að einstaka félagsmenn þjónusti Sólbak EA-7. Deila Sjómannasambands Íslands og Útgerðarfélags Sólbaks snýst um hvort einstaka fyrirtæki geti gert kjarasamninga sem eru lakari en gildandi kjarasamningar segja til um. Deilan snýst því …

Samiðn lýsir yfir fullum stuðningi við félaga í Sjómannasambandi

Samiðn lýsir yfir fullum stuðningi við félaga í Sjómannasambandinu sem nú eiga í harðvítugri deilu til að verja lögvarin lágmarkskjör kjarasamninga. Aðgerðir útgerðarfélagsins Brims miðast að því að færa skipulag og samskipti á vinnumarkaði langt aftur í tímann og hlýtur verkalýðshreyfingin að mæta því af fullri einurð.  Samiðn mótmælir jafnframt afskiptum lögreglu af vinnudeilu sem snýst um að verja lögvarin lágmarkslaun kjarasamnings og …

Evrópska vinnuverndarvikan með áherslu á byggingariðnaðinn

Evrópska vinnuverndarvikan stendur yfir frá 18.-22. október n.k. að tilstuðlan evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar.  Markmiðið er að vekja athygli á aðbúnaðarmálum og gera vinnustaðina heilsusamlegri og öruggari.  Að þessu sinni er áherslan lögð á byggingariðnaðinn þar sem áherslan er á fækkun fallslysa en þau teljast vera 40% af vinnuslysum í greininni. Sjá nánar heimasíðu Vinnueftirlits ríkisins  

Það er ekki tímabært að lækka skatta (leiðari)

Frá árdögum verkalýðshreyfingarinnar hafa velferðarmálin skipað stóran sess í áherslum hennar. Frá upphafi hefur hreyfingin gert sér ljósa grein fyrir mikilvægi þess að geta jafnað lífskjörin og skapað sem flestum sem jöfnust tækifæri án tillits til efnahags, kyns eða kynþáttar. Íslendingar hafa sótt fyrirmyndir að velferðarkerfinu til Norðurlanda. Þrátt fyrir það eru Íslendingar á mörgum sviðum eftirbátar þeirra þegar kemur …

Ég er farinn að eldast – skilaboðaskjóða formannsins

Þegar Samiðn lagði fram kröfugerð vegna síðustu samninga höfðu forustumenn sambandsins reynt að rýna í framtíðina eins og þeim ber að gera. Við töldum að ekki væri ráðlegt að gera lengri samninga en til tveggja ára í jafn-óvissu ástandi og virtist framundan. Stundum er gott að berja sér á brjóst og segja „ég hafði rétt fyrir mér“ en nú verð …

Hvers vegna öll þessi verkföll?

Geta stjórnmálaflokkarnir haft einhver áhrif á tíðni verkfalla – sem er há hér á landi og virðist fyrst og fremst eiga sér pólitískar ástæður? Á þingi Starfsgreinasambandsins sem haldið var í haust flutti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður Samfylkingarinnar ræðu sem vakti nokkra athygli. Þar ræddi hún meðal annars um áhrif hnattvæðingarinnar á íslenskt atvinnulíf og nauðsyn þess að efla verkalýðshreyfinguna …

Væntanlegar skattalækkanir ríkisstjórnarinnar draga úr tekjujöfn

Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, skrifar um skattamál Segja má að tekjuskattskerfið hafi þríþættan tilgang. Í fyrsta lagi að afla ríkissjóði tekna, í öðru lagi að jafna tekjur í þjóðfélaginu og í þriðja lagi að jafna út hagsveiflur. Ekki þarf að fara mörgum orðum um tekjuöflunarhlutverkið. Ríkisvaldið tekur einfaldlega til sín ákveðið hlutfall af laununum okkar til að standa undir …

Sænskir málmiðnaðarmenn og iðnverkafólk sameinast

Málmiðnaðarmenn og samtök iðnverkafólks í Svíþjóð hafa ákveðið að sameinast í eitt samband og tekur það til starfa 1. janúar 2006. Um 460 þúsund félagar verða í nýja sambandinu. – Meginorsök þess að þeir ákváðu að sameina samböndin er að með því verður til öflugri eining. Menn vilja ná hagkvæmni stærðarinnar, sameina skrifstofur sem víða eru í sama húsi, og …

Skipulagsleysi, mannfyrirlitning og slæmur aðbúnaður

Mannfyrirlitning, skipulagsleysi í vinnu, ólestur í öryggismálum, slæmur aðbúnaður starfsmanna, lágt kaup, langur vinnudagur og litlir möguleikar á hvíld. Þetta er reynsla Árna Eðvaldssonar smiðs af ítalska verktakafyrirtækinu Impregilo eftir sjö mánaða vinnu á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka. Eitt af því sem hann varð áskynja er að raunverulega eru það eftirlitsmenn frá Landsvirkjun sem stjórna framkvæmdum, vegna þess skipulagsleysisins sem ríkir …