#MeToo og vinnumarkaðurinn

ASÍ-UNG efna til pallborðsumræðu um áhrif #metoo byltingarinnar innan vinnumarkaðsins og aðgerðir stéttarfélaga í þeim málum, þriðjudaginn 6. febrúar kl.20.00 í Stúdentakjallaranum. #metoo byltingin hefur verið mikið í umræðunni undanfarið bæði hér á landi og um allan heim. ASÍ-UNG langar að fá ólík sjónarmið að borðinu og bjóða upp á vettvang fyrir spurningar frá gestum úr ýmsum áttum. Í pallborði …

Áskoranir í mannvirkjagerð

Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, ritar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann fer yfir stöðu faglærðra hér á landi, en í ljós hefur komið í vinnustaðaheimsóknum Samiðnar, að erlent starfsfólk í mannvirkjagerð er oftar en ekki skráð sem ófaglært verkafólk og fær launakjör í samræmi við það.  Samkvæmt því eru heilu stórhýsin reist hér á landi án þess að …

Sambandsstjórn skorar á Alþingi að lögbinda ákvæði um keðjuábyrgð og kennitöluflakk

Á fundi sambandsstjórnar Samiðnar sl. föstudag 12. janúar afhenti Hilmar Harðarson formaður Samiðnar, Ásmundi Einari Daðasyni ráðherra jafnréttis- og velferðarmála, áskorun fyrir hönd sambandsstjórnar þar sem Alþingi er hvatt til að lögbinda nú á vorþingi ákvæði um keðjuábyrgð og varnir gegn kennitöluflakki. Jafnframt samþykkti sambandsstjórnin ályktanir um #MeToo og stöðu kjarasamninganna.

Jafnréttis- og velferðarráðherra á fund Samiðnar

Ásmundur Einar Daðason jafnréttis- og velferðarráðherra ávarpar sambandsstjórnarfund Samiðnar sem haldinn verður á morgun föstudaginn 12. janúar og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ mun taka stöðuna á kjarasamningunum og hvort stefni í uppsögn þeirra.  Erindi flytur síðan Stefán Ólafsson prófessor og fjallar um nýútkomna bók sína um orsakir aukins ójöfnuðar hér á landi og hvernig best sé að bregðast við. Sambandsstjórnarfundinn …

Nýtt verkfæragjald blikksmiða

Samkvæmt kjarasamningi Samiðnar og SA breyttist verkfæragjald blikksmiða þann 1. janúar úr kr. 149,4 í kr. 155 til samræmis við breytingu á byggingarvísitölu. Sjá nánar bókun í kjarasamningi (bls. 84).

Árið 2018 er ár tækifæranna

Árið 2017 sem er brátt á enda hefur verið gott á heildina litið. Kaupmáttur launa hefur sjaldan verið meiri og verðlag haldist stöðugt. Batnandi staða almennings hefur birst m.a í aukinni neyslu, fleiri hafa endurnýjað bílinn og mikil aukning er í utanlandsferðum. Þetta hefur gerst hraðar en almennt var reiknað með eftir mikla niðursveiflu í kjölfar hrunsins. Ytri aðstæður hafa …

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!

Samiðn óskar félagsmönnum sínum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samskiptin á liðnu ári.

Jólin eru hátíð friðar og náungakærleiks

Um jólahátíðina hugsum við oft til þeirra sem minna mega sín.  Jólin eru einnig tími kirkjunnar fólks að tala til þjóðarinnar um umhyggju og náungakærleik.Jólin tengjast fæðingu Jesús sem var almúgamaður og hafði framfærslu af smíðavinnu, hann var einnig mikill baráttumaður fyrir réttlæti og lét sig sérstaklega varða málefni þeirra sem minna mega sín. Mitt í undirbúningi jólanna berast fréttir …

Eyðum misrétti í byggingariðnaði

Að undanförnu hefur Samiðn heimsótt fyrirtæki í byggingariðnaði og kannað hvort erlent starfsfólk sé ráðið til vinnu á viðunandi kjörum, hver menntun þess er og hver aðbúnaður þess er. Það má ekki líðast að fyrirtæki ráði til sín erlenda starfskrafta, oft í gegnum starfsmannaleigur, á lúsarlaunum og að þeim sé jafnvel boðið upp á aðbúnað sem ekki telst með nokkru …

Jólastyrkurinn til endurhæfingarstöðvarinnar á Reykjalundi

Samiðn ásamt Byggiðn og FIT ákváðu að veita Styrkar- og sjúkrasjóði verslunarmanna í Reykjavík jólastyrkinn að þessu sinni, en sjóðurinn stendur fyrir fjársöfnun til endurnýjunar á tækjakosti endurhæfingarstöðvarinnar á Reykjalundi í tilefni 150 ára afmælis Styrktar- og sjúkrasjóðsins. Á meðfylgjandi mynd má sjá Hilmar Harðarson formann Samiðnar og FIT, og formann Byggiðnar Finnbjörn A. Hermannsson, afhenta forsvarsmönnum sjóðsins styrkinn.