Jólin eru hátíð friðar og náungakærleiks

Um jólahátíðina hugsum við oft til þeirra sem minna mega sín.  Jólin eru einnig tími kirkjunnar fólks að tala til þjóðarinnar um umhyggju og náungakærleik.
Jólin tengjast fæðingu Jesús sem var almúgamaður og hafði framfærslu af smíðavinnu, hann var einnig mikill baráttumaður fyrir réttlæti og lét sig sérstaklega varða málefni þeirra sem minna mega sín.

Mitt í undirbúningi jólanna berast fréttir af því að kjararáð hafi að ósk biskups Íslands ákveðið að hækka laun biskups. Heildarlaunin verða eftir breytingu 1.553.359 kr. Við erum talsmenn góðra launa en teljum hins vegar að það þurfi að gæti sanngirni og samræmingar ekki síst þegar verið er að greiða laun úr sameiginlegum sjóðum.  Lágmarkslaun í landinu eru 280.000 kr. á mánuði eða svipuð upphæð og hækkunin er hjá biskupnum á mánuði. Því miður er mikill fjöldi fólks á launum sem eru á bilinu 280.000 til 300.000 kr. á mánuði.

Við erum sannfærð um að réttlætiskennd biskups er misboðið og við spyrjum – mun biskup og þjónar kirkjunnar ekki ræða um þetta hrópandi óréttlæti í tengslum við jólaboðskapinn?