Viðauki við kjarasamning um virkjanir á Austurlandi

SAMNINGUR milli Samtaka atvinnulífsins vegna aðildarfyrirtækja annars vegar og Alþýðusambands Íslands, Starfsgreinasambands Íslands, Samiðnar og Rafiðnaðarsambands Íslands hins vegar um viðauka við kjarasamning um virkjunarframkvæmdir á vegum Landsvirkjunar á Austurlandi 1. gr. Gildissvið Samningur þessi er gerður á grundvelli bókunar í kjarasamningi aðila. Kjarasamningurinn gildir með eftirfarandi breytingum sem eingöngu ná til framkvæmda á Austurlandi. 2. gr. Vinnutilhögun Auk þeirra …

Samningur um ákveðna þætti er varða skipulag vinnutíma milli Alþ

Með tilvísun til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið hafa Alþýðu­samband Íslands og Vinnuveitendasamband Íslands gert með sér eftirfarandi samning til að hrinda í framkvæmd tilskipun Evrópusambandsins, nr. 93/104/EB, frá 23. nóvember 1993 um ákveðna þætti er varða skipulagningu vinnutíma. Tilskipunin er hluti EES-samningsins skv. samþykkt sameiginlegu EES-nefndarinnar, dags. 28. júní 1996. Markmið samningsins er að setja lágmarkskröfur til að stuðla að …

Bókun um verkfæri málmiðnaðarmanna

Óski vinnuveitandi eftir því að málmiðnaðarmenn leggi sér til verkfæri skulu viðkomandi samningsaðilar taka upp viðræður um framkvæmd. Reykjavík, 21. október 1989.

Samkomulagum framkvæmd gr. 1.8. á Þjórsár- og Tungnaársvæði

1.  Fjarlægðir skv. gr. 1.8. miðast við viðkomandi starfsmannabúðir. 2.  Gagnvart fjarlægðum í Rangárvallasýslu skal miða við Hvolsvöll, enda hefur það ekki áhrif á útreikning ferðatíma, þótt farið sé niður Skeið í undantekningartilfellum. 3.  Endastöðvar ferða eru Hvolsvöllur og Reykjavík. 4.  Fjórði og fimmti áfangi Kvíslaveitu reiknast í 241 km fjarlægð frá Reykjavík og 181 km fjarlægð frá Hvolsvelli. Reykjavík, …

Bókun um stærð tveggja manna herbergja

Fastanefnd skal fyrir 1. júní 2004 úrskurða um lágmarksstærð tveggja manna herbergja. Skal þá höfð til hliðsjónar algeng stærð tveggja manna herbergja í nýjum vinnubúðum.

Yfirtrúnaðarmann við virkjunarframkvæmdir

Samkomulag milli viðkomandi verkalýðsfélaga og landssambanda annars vegar og Landsvirkjunar hins vegar um yfirtrúnaðarmann við virkjunarframkvæmdir 1.  Framangreind verkalýðsfélög og landssambönd ráða sameiginlega fulltrúa, sem gegni störfum yfirtrúnaðarmanns starfsmanna á hverju virkjunar­svæði gagnvart verktökum og Landsvirkjun. Ráðning þessa fulltrúa fari fram í samráði við Landsvirkjun.      Verkalýðsfélögin og viðkomandi landssambönd greiði laun þessa manns og taki þau mið af starfskjörum …

Samkomulag um útlendinga á íslenskum vinnumarkaði

Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa orðið ásátt um eftirfarandi málsmeðferð í ágreiningsmálum er varða erlenda starfsmenn.  Forsendur og sameiginleg markmið Samtökin eru sammála um að skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum um frjálst flæði vöru, fjármagns, þjónustu og launafólks yfir landamæri ríkja hafi jákvæð áhrif á hagsmuni einstaklinga og fyrirtækja hér á landi samfara auknu framboði á vörum og þjónustu, útbreiðslu …

Dæmi um tímaskrift

Veljið tengilinn hér fyrir neðan til að fá töflu yfir dæmi um tímaskrift /samidn/upload/files/textaskrar/fylgiskjal_timaskrift.doc

Gildistími

25.1.     Gildistími Samningur þessi gildir til 31. desember 2007 og fellur þá úr gildi án uppsagnar. Samningsaðilar eru sammála um að vegna breyttra aðstæðna á raforkumarkaði séu ekki forsendur fyrir framlengingu samnings þessa eftir að hann fellur úr gildi. 25.2.     Breytingar á almennum réttindaákvæðum Verði breytingar á almennum réttindaákvæðum þriggja eða fleiri landssambanda, sem eru aðilar að samningi þessum, þá …

Samningsforsendur

Um forsendur samningsins vísast til forsenduákvæða í samn­ingum þeirra landssambanda sem að samningnum standa.