Gildistími

25.1.     Gildistími

Samningur þessi gildir til 31. desember 2007 og fellur þá úr gildi án uppsagnar.

Samningsaðilar eru sammála um að vegna breyttra aðstæðna á raforkumarkaði séu ekki forsendur fyrir framlengingu samnings þessa eftir að hann fellur úr gildi.

25.2.     Breytingar á almennum réttindaákvæðum

Verði breytingar á almennum réttindaákvæðum þriggja eða fleiri landssambanda, sem eru aðilar að samningi þessum, þá breytast ákvæði hans í samræmi við það.

25.3.     Atkvæðagreiðsla um samninginn

Atkvæðisrétt um samning þennan eiga þeir sem samningurinn nær til og skulu atkvæði allra starfsmanna talin sameiginlega.

 

Reykjavík 20. apríl 2004