Viðauki við kjarasamning um virkjanir á Austurlandi

SAMNINGUR
milli
Samtaka atvinnulífsins vegna aðildarfyrirtækja annars vegar
og
Alþýðusambands Íslands, Starfsgreinasambands Íslands, Samiðnar og Rafiðnaðarsambands Íslands hins vegar
um viðauka við kjarasamning um virkjunarframkvæmdir á vegum Landsvirkjunar á Austurlandi

1. gr.

Gildissvið

Samningur þessi er gerður á grundvelli bókunar í kjarasamningi aðila. Kjarasamningurinn gildir með eftirfarandi breytingum sem eingöngu ná til framkvæmda á Austurlandi.

2. gr.

Vinnutilhögun

Auk þeirra vinnukerfa sem kveðið er á um í kjarasamningi er heimilt að skipuleggja vinnu með þeim hætti að unnið sé samfellt í allt að 11 daga. Á það jafnt við um dagvinnu- sem vaktavinnukerfi.

Með samningnum fylgja dæmi um tímaskrift í vaktavinnu þegar unnið er í 11-3 kerfi (þ.e. 11 vinnudagar og 3 frídagar), 10-4 kerfi og 10-5 kerfi. Einnig er heimilt að samþætta þessi kerfi. Heimilt er að bera tímaskrift í öðrum kerfum undir samráðsnefnd til endanlegs úrskurðar.

Heimilt er að skipuleggja vaktasyrpu / vinnulotur þannig að unnið sé í 6-1 kerfi. Einnig er heimilt að skipuleggja vaktakerfi þannig að unnið sé á víxl 6-1 og 5-2. Að loknum samfelldum vinnulotum á starfsmaður rétt á lengra fríi.

  

3. gr.

Ferðir og ferðalaun

3.1. Endastöðvar

Endastöðvar í skilningi greinar 1.8.3. eru Reykjavík, Eskifjörður og Akureyri. Hvað varðar starfsmenn frá Norður- og Austur-Héraði og Fellabæ teljast Egilsstaðir vera endastöð.

3.2. Ferðir með flugi frá Reykjavík og Akureyri

Fyrir ferðir (flug og fólksflutningabifreið) milli Reykjavíkur og virkjunarsvæðis eru greidd ferðalaun, fari ferðir ekki fram í vinnutíma:

                                                1.4.-30.11.       1.12.-31.3.

Reykjavík – stöðvarhús              3,0 klst.             3,5 klst.

Reykjavík – Axarárbúðir             3,0 klst.             3,5 klst.

Reykjavík – Desjarárstífla                       4,0 klst.             4,5 klst.

Reykjavík – Sauðárdalur             4,0 klst.             4,5 klst.

Reykjavík – Glúmsstaðadalur      4,0 klst.             4,5 klst.

 

Ef flogið er milli Akureyrar og virkjunarsvæðis eru greidd ferðalaun, fari ferðir ekki fram í vinnutíma:

                                                1.4.-30.11.       1.12.-31.3.

Akureyri – stöðvarhús                2,5 klst.             3,0 klst.

Akureyri – Axarárbúðir               2,5 klst.             3,0 klst.

Akureyri – Desjarárstífla             3,5 klst.             4,0 klst.

Akureyri – Sauðárdalur               3,5 klst.             4,0 klst.

Akureyri – Glúmsstaðadalur        3,5 klst.             4,0 klst.

Um akstur milli Akureyrar og virkjunarsvæðis fer skv. almennum reglum. 

 

3.3. Ferðir milli Eskifjarðar og virkjunarsvæðis

Samkvæmt grein 1.8.2 í kjarasamningi ber að greiða fyrir ferðir milli Eskifjarðar og virkjunarsvæðis sem hér segir:

                                                1.4.-30.11.       1.12.-31.3.

Eskifjörður – stöðvarhús             2,0 klst.             2,5 klst.

Eskifjörður – Axarárbúðir                        2,0 klst.             2,5 klst.

Eskifjörður – Desjarárstífla                      3,0 klst.             3,75 klst.

Eskifjörður – Sauðárdalur                       3,0 klst.             3,75 klst.

Eskifjörður – Glúmsstaðadalur     3,0 klst.             3,75 klst.

 

3.4. Ferðir að hluta innan vinnutíma

Heimilt er að haga ferðum þannig að hluti ferðar fari fram í vinnutíma og dregst þá sá tími frá greiddum ferðatíma.

3.5. Fæði ef frí er tekið á virkjunarsvæði

Þegar frídagar / frívaktir eru teknir á virkjunarsvæði skal verktaki sjá starfsmönnum fyrir fríu fæði og húsnæði.

3.6. Lögheimili á virkjunarsvæði

Starfsmenn sem ekki hafa fasta búsetu á Íslandi teljast eiga lögheimili á virkjunarstað í skilningi gr. 1.8.9. Í ráðningarsamningi þeirra skal koma fram hvernig haga skuli ferðum til heimalands. Á heimferðardögum eiga starfsmenn rétt á ferðalaunum til Reykjavíkur eða Egilsstaða, eftir því sem við á. Sjá einnig bókun með viðauka þessum.

3.7. Lögheimili utan virkjunarsvæðis

Starfsmenn sem eiga lögheimili utan virkjunarsvæðis og vinna í 11-3, 10-4, 10-5, 8-4 eða 6-3 kerfi eiga rétt á heimferð í lok vinnulotu. Starfsmenn sem vinna í dagvinnukerfi skv. 2. kafla kjarasamnings, þannig að fimm dagar séu unnir og tveir dagar frí, eiga rétt á heimferð vikulega.

Þegar unnið er í 6-1 kerfi (eða 6-1 og 5-2 á víxl) á starfsmaður rétt á heimferð að loknum tveimur vinnulotum (heimferð á 12. til 14. degi). Að loknum slíkum samfelldum vinnulotum á starfsmaður rétt á fleiri frídögum en ella.

Heimilt er að gera samkomulag við starfsmann um að vinnulotur skv. viðauka þessum standi í allt að 4 vikur. Á þá starfsmaður rétt á fleiri frídögum en ella, a.m.k. vikufríi að lokinni 3 eða 4 vikna vinnulotu. Heimferð er eigi síðar en á 28. degi vinnulotu. Um frestun á vikulegum frídegi innan þessa tímabils fer skv. gr. 2.4.5. í kjarasamningi.

4. gr.

Viðmiðunartímabil vegna hámarksvinnutíma

Við útreikning á hámarksvinnutíma, sbr. 6. og 8. gr. samnings ASÍ og SA frá 30. des. 1996, er heimilt að miða við 12 mánaða tímabil, frá janúar til desember.

5. gr.

Þar sem samningur þessi er gerður á grundvelli bókunar í kjarasamningi eru atkvæði ekki greidd um hann sérstaklega. Hann telst því samþykktur við undirritun. Samningurinn telst samþykktur af hálfu SGS hafi tilkynning ekki borist SA um annað fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 20. nóvember nk.

Reykjavík, 15. nóvember 2002

 

Bókanir og fylgiskjöl með viðaukasamningi fyrir Austurland

Bókun

Samningsaðilar eru sammála um eftirfarandi framkvæmd greinar 12.2.5: Brot sem teljast alvarleg að mati verktaka og yfirtrúnaðarmanns réttlæta fyrir­vara­lausa uppsögn án áminningar. Verktaki skal kynna starfsmönnum skriflega hvaða reglur gilda á vinnustað.

Bókun vegna greinar 3.6. í viðauka

Við endurnýjun kjarasamningsins í upphafi árs 2004 munu samningsaðilar kanna hvort ástæða sé til að gera sérstakt samkomulag um tíðni ferða til heima­lands skv. gr. 3.6. viðauka þessa.

Bókun

Viðauki þessi leyfir lengri samfellda vinnu en gert er ráð fyrir í almennum ákvæðum kjarasamningsins. Af því tilefni árétta samningsaðilar mikilvægi þess að sú heimild verði ekki þess valdandi að slegið sé af öryggiskröfum.

Fylgiskjöl

Fylgiskjal 1: Dæmi um tímaskrift á 12 klst. vöktum í 11-3 kerfi (sjá hér að neðan)

Fylgiskjal 2: Dæmi um tímaskrift á 12 klst. vöktum í 10-4 kerfi (sjá hér að neðan)

Fylgiskjal 3: Dæmi um tímaskrift á 12 klst. vöktum í 10-5 kerfi (sjá hér að neðan)

Fylgikjöl: /samidn/upload/files/textaskrar/fylgiskjal_timaskrift1.doc