Að starfa við Kárahnjúkavirkjun á að vera eftirsóknarvert

Það er löng hefð fyrir því að starfsfólk við virkjanaframkvæmdir njóti góðs aðbúnaðar og hafi bærileg laun. Um þetta hefur ekki verið ágreiningur milli aðila vinnumarkaðarins fram til þessa. Starfsfólk við virkjanir vinnur við erfiðar aðstæður fjarri heimili og fjölskyldu langtímum saman. Virkjanasamningurinn, sem tekur sérstaklega til virkjanaframkvæmda, ber þessa merki og er því betur útfærður hvað varðar aðbúnað en …

Samnorræn námskrá í undirbúningi í háriðn

Lilja Sæmundsdóttir varaformaður Félags hársnyrtisveina segir brýnt að taka á endurmenntunarmálum í háriðn     „Ég held að miðað við aðstæður geti hársnyrtisveinar vel við nýjan kjarasamning unað. Í fyrri samningi okkar voru tveir kauptaxtar. Okkur tókst að fella niður lægri taxtann og hækka hinn. Nú var einnig samið fyrir hársnyrtinema sem nýlega gengu til liðs við félagið,“ segir Lilja …

Iðnréttindi framtíðarinnar

Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur Samtaka iðnaðarins sagði meðal annars í sínu erindi að það kerfi iðnréttinda sem við byggjum á hér á landi væri orðið næsta einstætt í okkar heimshluta. „Saga þess er merkileg og lærdómsrík en ekki samfelld sigurganga því heimildir allt frá fyrstu tíð lýsa erfiðleikum við að knýja fram að lögregla taki á fúski og starfsemi réttindalausra. Núgildandi …

Alþjóðavæðingin

Gissur Pétursson, forstöðumaður Vinnumálastofnunar, hóf mál sitt á því að skilgreina hvað átt er við með alþjóðavæðingu og niðurstaða hans er að þar sé átt við vaxandi aukningu í alþjóðaviðskiptum, aukinn hreyfanleika fjármagns og mikinn vöxt alþjóðlegra fjárfestinga, einkum í Austur-Evrópu og þróunarríkjunum. Einnig mætti sjá þessa þróun í hreyfanleika fólks og vinnuafls milli landa og heimsálfa. Forsendur þessarar þróunar …

Alþjóðlegi vinnumarkaðurinn er í mikilli gerjun um þessar mundir

Alþjóðavæðingin og vinnumarkaðurinn voru eitt af stóru málunum á síðasta þingi Samiðnarmanna. Til að ræða þessi mál voru fengnir þrír frummælendur, þau Sam Hägglund formaður Sambands norrænna byggingarmanna, Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins. Í máli þeirra allra kom fram að miklar breytingar eiga sér nú stað á þessum vettvangi og sumar þannig að rétt …

Alþjóðavæðingin hefur skapað mörg ný vandamál

 Göran Johnsson formaður sænska málmiðnaðarsambandsins óttast að opnun Kína hafi alvarlegar afleiðingar fyrir iðnað á Vesturlöndum     Göran Johnsson formaður málmiðnaðarsambandsins í Svíþjóð var gestur á nýafstöðnu Samiðnarþingi. Göran hefur verið lengi í forystu málmiðnaðarmanna í Svíþjóð og er jafnframt virkur í stjórnmálum þar í landi, en hann á sæti í stjórn sænska jafnaðarflokksins sem er stærsti flokkur Svíþjóðar …

Þróun vinnumarkaðarins á Íslandi í brennidepli Samiðnarþings á A

Þótt staðan á íslenskum vinnumarkaði hafi verið fyrirferðar- mest á 4. þingi Samiðnar voru fjölmörg önnur mál á dagskrá, svo sem kjaramál, menntunarmál, velferðarmál, vinnuvernd og starfshættir Samiðnar   Fjórða þing Samiðnar var haldið á Akureyri í byrjun maí og fögnuðu Samiðnarmenn þar 11 ára afmæli sambandsins sem stofnað var 8. maí 1993. Á þinginu nýttu menn tímann vel og …

Umgengnin hefur skánað

Elmeri-verkefnið hefur skilað árangri, segir Tómas Tómasson um þátttöku Héðins í tilraunaverkefni um að bæta vinnuumhverfið „Það er engin vanþörf á að setja vinnuumhverfismálin í ákveðinn farveg. Mér sýnist á öllu að eftir að við hófum þátttöku í Elmeri-verkefninu hafi umgengnin hér á vinnustaðnum skánað,“ segir Tómas Tómasson. Hann stýrir þátttöku Vélsmiðjunnar Héðins í verkefninu sem snýst um að bæta …

Skagamenn hafa tekið til við skipasmíðar að nýju

Starfsmenn Þorgeirs og Ellerts á Akranesi og verktakar þeirra eru þessa dagana að leggja síðustu hönd á smíði togara fyrir færeyska útgerð. Systurskip í smíðum hjá Óseyri í Hafnarfirði. „Við fengum þetta verk eftir útboð. Það sýnir að við erum samkeppnisfærir í skipasmíðum þrátt fyrir harða samkeppni á markaðinum, allavega valdi færeyska útgerðin okkur til að smíða þessa togara hér,“ …

Félagsvef járniðnaðarmanna hleypt af stokkunum

„Markmiðið með þessum félagsmannavef er að gera félögunum kleift að fá á milliliðalausan hátt og hvenær sem er upplýsingar um stöðu margvíslegra mála, og jafnframt að gera hverjum félagsmanni auðveldara fyrir að nýta réttindi sem hann hefur aflað sér hjá félaginu,“ segir Örn Friðriksson formaður Félags járniðnaðarmanna en 11. mars opnaði félagið formlega nýjan upplýsingavef fyrir félagsmenn sína, fyrst allra …