Samiðn styður við stéttarfélög í Eystrasaltslöndunum

Samiðn ásamt systursamtökum á Norðurlöndunum hefur hleypt af stokkunum átaki sem miðar að því að efla stéttarfélög í Eystrasaltslöndunum.  Fyrirtæki á Norðurlöndum hafa stofnað um 400 dótturfyrirtæki í þessum löndum og flutt starfsemi sína þangað að hluta til eða öllu leyti.  Af þessum fyrirtækjum eru 12 íslensk með hátt í 2000 starfsmenn og þar af 5 sem starfa í byggingar- eða málmiðnaði …

Skattaleg skylda útlendinga sem starfa hér á landi

Í orðsendingu sem ríkisskattstjóri hefur nýverið sent frá sér kemur fram að skattaleg skylda útlendinga sem starfa hér á landi ýmist á vegum starfsmannaleiga, í gegnum þjónustusamninga eða verktakasamninga er ótvíræð sem og skattaleg ábyrgð launagreiðenda sem fá þá til starfa og greiða fyrir vinnu þeirra.  Ríkisskattstjóri vill benda á eftirfarandi meginreglur og sjónarmið í þessu sambandi: 1. Í þeim tilvikum sem …

Námskeið fyrir trúnaðarmenn

Félag iðn- og tæknigreina, Félag járniðnaðarmanna og Trésmiðafélag Reykjavíkur standa fyrir trúnaðarmannanámskeiði í október og nóvember í samstarfi við Félagsmálaskóla alþýðu.  Námskeiðin eru þrískipt og haldin 18. og 19. okt. og 25. og 26. okt. og 1. nóv.  Námskeiðin eru haldin í húsnæði félaganna að Borgartúni 30 6.hæð.  Félögin annast sjálf skráningu.  Félag iðn- og tæknigreina og Trésmiðafélagið í síma …

Trúnðarmannanámskeið

Félag iðn- og tæknigreina, Félag járniðnaðarmanna og Trésmiðafélag Reykjavíkur standa fyrir trúnaðarmannanámskeiði í október og nóvember í samstarfi við Félagsmálaskóla alþýðu.  Námskeiðin eru þrískipt og haldin 18. og 19. okt. og 25. og 26. okt. og 1. nóv.  Námskeiðin eru haldin í húsnæði félaganna að Borgartúni 30 6.hæð.  Félögin annast sjálf skráningu.  Félag iðn- og tæknigreina og Trésmiðafélagið í síma …

LEIÐARI: 2b eða hvað þær nú heita þessar starfsmannaleigur

Mikill fjöldi starfsmannaleigna starfar hér nú en enginn hefur heildaryfirsýn yfir fjölda þeirra eða hvað margir starfsmenn eru á þeirra vegum Með tilkomu Impregilo og þeirra starfshátta sem því fylgdi varð öllum ljóst sem vildu vita að ef ekki yrði brugðist við með lagasetningu á starfsmannaleigur mundi skapast upplausnarástand á íslenskum vinnumarkaði. Verkalýðshreyfingin kallaði eftir samræmdum viðbrögðum félagsmálaráðherra og aðila …

Áhorfendagreiðsla

Endurskoðunarnefnd Samtaka atvinnulífsins og ASÍ hefur lokið endurskoðun á forsendum kjarasamninga aðildarsambanda ASÍ við viðsemjendur sína. Eins og lesendur muna voru tvær forsendur til skoðunar. Annars vegar hvort aðrir samningar sem á eftir komu væru marktækt hærri en þeir sem ASÍ-félögin gerðu í mars til maí 2004. Hins vegar hvort verðbólga væri innan þeirra markmiða sem nefndin gaf sér. Niðurstaða …

Það á enginn að verða veikur af vinnunni sinni!

Súsanna Vilhjálmsdóttir formaður Félags hársnyrtisveina er nýkomin af norrænni ráðstefnu þar sem skaðsemi hárlita var til umfjöllunar. Hún segir mikla þörf á að taka til í þeim efnum. Það er staðreynd að margir hársnyrtar glíma við vanlíðan í vinnunni. Stoðkerfisvandamál eru til dæmis útbreidd meðal þeirra þar sem vinnustellingar hársnyrta eru ekki beinlínis heilsusamlegar. Við þessu er lítið að gera …

Bættu um betur og kláraðu iðnnámið sem þú hófst en laukst ekki við

– Tilraunaverkefni á vegum Mímis-símenntunar hefst í vélvirkjun Tilraunaverkefni eru snar þáttur í starfsemi Mímis-símenntunar og eitt þeirra verkefna sem skólinn hefur fengið styrk úr Starfsmenntasjóði til þess að hrinda í framkvæmd kallast „Bættu um betur“. Það miðar að því að fá iðnaðarmenn sem á sínum tíma hófu iðnnám en luku því ekki til þess að taka upp þráðinn og …

Útlendingar eru velkomnir en ekki til að keyra niður kjörin

Rætt við Sigurð Magnússon um átaksverkefni ASÍ gegn félagslegum undirboðum „Einn réttur – ekkert svindl“ er heitið á átaki sem Alþýðusamband Íslands hratt úr vör 2. maí í vor. Það beinist gegn félagslegum undirboðum og ólöglegri atvinnustarfsemi með erlendu jafnt sem innlendu verkafólki. Tveir starfsmenn hafa sinnt þessu verkefni í sumar, Sigurður Magnússon og Guðmundur Hilmarsson. Samiðnarblaðið hitti Sigurð að …