Kaup

0.1                Mánaðarlaun   0.1.1          Mánaðarlaun starfsmanns sem gegnir fullu starfi, skulu greidd skv. launatöflum sem tilgreindar eru á fylgiskjali 1.   0.1.2          Þegar unninn er 8 st. vinnudagur reglubundið reiknast brot úr mánaðarlaunum þannig, að deilt er í mánaðarlaunin með 21,67 og margfaldað með fjölda þeirra almanaksdaga annarra en laugardaga og sunnudaga frá upphafi til loka starfstímans.   0.1.3          Starfsmaður …

Samningssvið og forgangsréttur

0.1                Samningssvið   0.1.1          Samningur þessi tekur til iðnaðarmanna og garðyrkjumanna sem eru fullgildir félagar í aðildarfélögum Samiðnar og starfa hjá OR.     0.2                Forgangsréttur   0.2.1          Fullgildir félagar aðildarfélaga Samiðnar sem hafa iðnréttindi eða próf frá garðyrkjuskóla skulu hafa forgangsrétt við ráðningar í starfsgrein sinni. Forgangurinn gildir þó ekki gagnvart þeim starfsmönnum sem hafa fagréttindi í viðkomandi starfsgrein og …

Fundur Norræna byggingamannasambandsins

Fulltrúar Norræna byggingamannasambandsins (NBTF) eru hér á landi og heimsóttu Samiðn á reglulegum fundi norrænu sambandanna.  Á dagskrá fundarins voru m.a. málefni erlendra starfsmanna og þá sérstaklega drög að þjónustutilskipun Evrópusambandsins sem felur í sér hvort launakjör heimalandsins eða gistilandsins skuli ráða fyrir þá starfsmenn sem flytjast á milli landa.  Ekki hefur endanlega verið skorið úr um hvort fyrirkomulagið skuli gilda, …

Verðskrárnámskeið

Námskeið í Verðskrá húsasmiða verður haldið dagana 17. og 18. nóvember n.k. þar sem farið verður yfir helstu grunnatriði í uppmælingu húsasmiða s.s. notkun á kerfinu, útreikning og upptöku á mælingum og uppgjör mælinga. Sjá nánar á vef Trésmiðafélags Reykjavíkur

LEIÐARI: Örugg íbúðarkaup – útrýmum fúski

Það er löng hefð fyrir því á Íslandi að almenningur eigi íbúðarhúsnæði sitt og ráðstafi framtíðartekjum með mikilli skuldsetningu í tengslum við íbúðarkaup. Þrátt fyrir að Íslendingar hafi lengi búið við eignarfyrirkomulag hafa ekki myndast öflug hagsmunasamtök til að verja hagsmuni íbúðarkaupenda. Til eru öflug byggingarfyrirtæki sem leggja metnað sinn í vandaða framleiðslu og vönduð viðskipti með íbúðarhúsnæði. En því …

Umræða um erlent vinnuafl á Íslandi

Undanfarna daga hefur mikið verið talað um stöðu erlends fólks á Íslandi. Umræða þessi hefur að mestu leyti snúist um hvort umræðan sé af rasískum toga eða ekki. Þó eru góðar undantekningar á, því einnig hefur verið rætt um vandamálin sem snúa að íslensku samfélagi vegna þess gífurlega fjölda fólks sem komið hefur til landsins á skömmum tíma, ekki síst …

Straumur erlendra starfsmanna ræðst af þörfum atvinnulífsins, ekki regluverkinu

Þótt margir hafi ýmislegt að athuga við málflutning Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og Jóns Magnússonar úr Frjálslynda flokknum mega þeir eiga eitt: Þeim tókst að vekja upp þarfa og löngu tímabæra umræðu um stöðu innflytjenda og útlendra starfsmanna í íslensku samfélagi. Aðferðin sem þeir beita orkar hins vegar tvímælis því þeir snúa hlutunum á hvolf, gera eðlilega aðlögun að regluverki Evrópska …

Hverjir koma og hvers vegna?

Ef marka má umræður síðustu daga og vikna mætti ætla að á flugvöllum Evrópu biðu nú þúsundir manna frá Rúmeníu og Búlgaríu eftir flugfari til Íslands. Hingað komnir myndu þeir annaðhvort leggjast upp á félagsmálayfirvöld eða gleypa við tilboðum um að skúra á nóttunni fyrir 200 kall á tímann, svart að sjálfsögðu. Að þeim frátöldum sem færu um í hópum …

Ókyrr kjör

Stefán Úlfarsson hagfræðingur hjá ASÍ skrifar Mikið umrót hefur verið á vinnumarkaði síðustu ár. Kjörorð dagsins er samkeppnishæfni sem aftur kallar á stöðugar breytingar á skipulagi og innihaldi vinnunnar. Samhliða þessu hefur staða launafólks gagnvart atvinnurekendum sums staðar farið versnandi. Þá hafa störf í vissum atvinnugreinum horfið og ný ekki endilega orðið til þar sem þau gömlu voru. Kjör okkar …

Iðnsveinafélag Suðurnesja og FIT í sameiningarviðræðum

FIT brýnir atvinnurekendur til að sýna ábyrgð í málefnum útlendinga Félag iðn- og tæknigreina og Iðnsveinafélag Suðurnesja eiga nú í viðræðum um samvinnu eða sameiningu félaganna. Fyrsti formlegi fundur viðræðunefnda félaganna var haldinn 29. ágúst í Keflavík og hafa þær fundað nokkrum sinnum. Stjórnir félaganna hafa einnig fundað. Félögin eru lík að flestu leyti, blönduð iðnaðarmannafélög þar sem allar greinar …