Kjaramálaráðstefna 12. og 13. október

Samiðn boðar til kjaramálaráðstefnu með þátttöku trúnaðarmanna á vinnustöðum og lykilfólki í aðildarfélögunum dagana 12. og 13. október á Hótel Selfossi.  Ráðstefnan er hugsuð sem liður í undirbúningi að endurnýjun kjarasamninga sem renna út um áramót og er því mikilvægt að þátttakan verði góð og endurspegli þær kröfur sem helst brenna á félagsmönnum. Auk kjaramálaráðstefnunnar ráðgerir formaður Samiðnar heimsóknir til …

Enn spenna á vinnumarkaði

Útlit er fyrir áframhaldandi spennu á vinnumarkaði ef marka má launavísitölu Hagstofunnar fyrir júlímánuð þó svo að aðeins hægi á henni m.v. fyrri mánuði.  Frá júní til júlí nam hækkunin 0,3% og 8,3% ef miðað er við tólf mánaða tímabil.  Kaupmáttur launa hefur vaxið um 4,5% á síðustu tólf mánuðum samhliða því að atvinnuleysi hefur ekki verið lægra um árabil.  …

Námskeið í Brussel

Hér fyrir neðan er tengill á frekari upplýsingar um námskeið fyrir trúnaðarmenn sem haldið verður í Brussel og Lúxemborg 13.-19. október á vegum IN (Industrianställda i Norden). Sækja

Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa Samiðnar verður lokuð vegna sumarleyfa frá 23.júlí til og með 6.ágúst. Neyðarsími skrifstofustjóra er 8611449.

Verkfæragjald blikksmiða

Verkfæragjald reiknast á alla unna tíma og er háð byggingarvísitölu. Grunnvísitalan er 203 og grunnupphæð verkfæragjalds er kr. 46. Verkfæragjald er uppfært 1.janúar og 1.júlí ár hvert (sjá nánar ). Verkfæragjald pr. klst. (01.07.2024) – 243,17 kr. miðað við 36 virkar vinnustundir á viku Verkfæragjald pr. klst. (01.02.2024) – 236,71 kr. miðað við 36 virkar vinnustundir á viku Verkfæragjald pr. klst. (01.01.2024) …

Hækkun verkfæragjalds blikksmiða

Samkvæmt kjarasamningi Samiðnar og SA hækkaði verkfæragjald blikksmiða þann 1. júlí í kr. 84,05 til samræmis við breytingu á byggingavísitölu. Sjá nánar.

Sameining FIT og Sveinafélags járniðnaðarmanna í Vestmannaeyjum samþykkt

Á félagsfundum í Félagi iðn- og tæknigreina sem haldnir voru í gær, mánudaginn 25.júní, var sameining félagsins við Sveinafélag járniðnaðarmanna í Vestmannaeyjum samþykkt samhljóða frá og með 1.júlí að telja en áður hafði sameiningin við FIT verið samþykkt á aðalfundi Sveinafélagsins.  Þetta er annað félagið innan Samiðnar sem sameinast FIT á árinu en FIT og Iðnsveinafélag Suðurnesja sameinuðust fyrr á árinu.

Vel heppnað þing IN í Reykjavík

Samiðn og Starfsgreinasambandið voru gestgjafar fyrsta þings IN (Industriandställda i Norden) sem lauk í Reykjavík um helgina.  Þingið sóttu yfir 70 fulltrúar frá 22 starfsgreinafélögum sem áður mynduðu Norræna málmiðnaðarsambandið og Norræna iðnaðarsambandið.  Auk hinna norrænu gesta sóttu þingið forsvarsmenn evrópusamtaka starfsfólks í málmiðnaði, efna- og orkuiðnaði, EMF, EMCEF og forystumenn alþjóðasamtaka verkafólks í sömu greinum auk fataiðnaðar, þ.e. IMF, ICEM og …

Sveinafélag járniðnaðarmanna í Vestmannaeyjum sameinast FIT

Á aðalfundi Sveinafélags járniðnaðarmanna í Vestmannaeyjum sem haldinn var laugardaginn 16.júní s.l., var samþykkt einróma að sameinast Félagi iðn- og tæknigreina og er það annað félagið sem sameinast FIT á þessu ári.  Sjá nánar.