Enn spenna á vinnumarkaði

Útlit er fyrir áframhaldandi spennu á vinnumarkaði ef marka má launavísitölu Hagstofunnar fyrir júlímánuð þó svo að aðeins hægi á henni m.v. fyrri mánuði.  Frá júní til júlí nam hækkunin 0,3% og 8,3% ef miðað er við tólf mánaða tímabil.  Kaupmáttur launa hefur vaxið um 4,5% á síðustu tólf mánuðum samhliða því að atvinnuleysi hefur ekki verið lægra um árabil.  Að mati greiningardeilda bankanna er útlit fyrir áframhaldandi manneklu á vinnumarkaði með tilheyrandi þrýstingi til launahækkana.

Forvitnilegt er að samkvæmt launakönnun VR sem birt verður í september nemur hækkun heildarlauna félagsmanna VR 12% á milli áranna 2006 og 2007 sem er 2% meira en sem nemur hækkun lunavísitölu Hagstofunnar fyrir sama tíma.