Plastbátarnir framtíðin?

– Við finnum fyrir samdrætti eins og aðrir sem tengdir eru sjávarútvegi. Útgerðarmenn halda að sér höndum í viðhaldi skipa og samdráttur í aflaheimild-um veldur því einnig að skipunum fækkar, sem leiðir sjálfkrafa til færri verkefna fyrir okkur sem þjónust-um útgerðina, segir Logi Halldórsson, einn af starfsmönnum Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur þegar blaðamaður Samiðnarblaðsins heimsótti hann og vinnufélaga hans nýverið.Skipasmíðastöð Njarðvíkur stundar …

Skoðanir skiptar um mannvirkjalagafrumvarp

Í síðasta Samiðnarblaði var fjallað um stöðu íbúðarkaupenda gagnvart verktökum sem verða uppvísir að því að skila gallaðri húseign. Við röktum sögu konu sem sagði sínar farir ekki sléttar og sat uppi með stóran fjárhagslegan skaða, auk ómældra óþæginda. Þá var rætt við talsmann neyt-enda, lögfræðing Neytendasamtakanna og framkvæmdastjóra Húseigendafélagsins. Almennt má draga þá almennu niðurstöðu af þessum samtölum að …

Það þarf að breyta viðhorfum og kúltúr

– segir Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra Eins og fram kom í síðasta tölublaði Samiðnarblaðsins lagði þáverandi um-hverfisráðherra fram nýtt frumvarp til mannvirkjalaga síðastliðið vor. Lítil sem engin umræða var um frumvarpið á þinginu, ráðherra mælti fyrir því og því var vísað til umfjöllunar í nefnd og lengra fór málið ekki. Skýringanna er ekki endi-lega að leita í málefnalegum ágreiningi, málið kom …

Vantar víðtækari heimildir til að taka skussana úr umferð!

– segir Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi í Reykjavík Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi í Reykjavík, hefur tjáð sig opinberlega um að hann telji ekki nógu vel staðið að ýmsum þáttum sem varða eftirlit með byggingarframkvæmdum á Íslandi. Hann er þeirrar skoðunar að neytendur séu illa varðir fyrir óvönduðum vinnubrögðum og er langt frá því að vera sannfærður um að staða þeirra …

Bygging tónlistarhúss er mikil áskorun

Nú eru um 150 starfsmenn að störfum við að reisa nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Austurhöfnina. Annars eins hópur vinnur að hönnun en alls er gert ráð fyrir að 700–800 manns starfi við byggingu hússins þegar mest verður í upphafi árs 2009. – Verkið hefur gengið vel,segir Sigurður Ragnarsson byggingarstjóri. Þeir sem eiga leið um miðbæ Reykjavíkur komast illa hjá …

Mikilvægt að við beitum okkur á evrópuvettvangi

Rætt við Stefan Löfven formann IN – Industrian- ställda i Norden – sem eru heildarsamtök norræns iðnverkafólks. Nordisk Forum kallast fundurinn sem haldinn var á Hótel Sögu um miðjan júní en þetta var í annað sinn sem slíkur fundur er haldinn á vegum nýstofnaðra samtaka sem kallast IN, sem stendur fyrir Industrianställda i Norden eða Samtök starfsfólks í norrænum iðnaði. …

Vinnan er ekki alltaf mannsæmandi

Fróðlegar umræður á þingi IN um þróun hinnar alþjóðlegu verkalýðshreyfingar, ögranir alþjóðavæðingarinnar og flótta iðnaðarframleiðslunnar til austurs Um miðjan júní var haldið í Reykjavík fyrsta þing IN, eða „Industrianställda i Norden“ sem eru Samtök starfsfólks í norrænum iðnaði. Gestgjafar voru Samiðn og Starfsgreinasambandið en þingið sóttu yfir 70 fulltrúar frá 22 starfsgreina-félögum sem áður mynduðu Norræna málmiðnaðarsambandið og Norræna iðnaðarsambandið. …

Hækkun grunnlífeyris og afnám tekjutenginga

Vaxandi umræða hefur verið í þjóðfélaginu um afkomu öryrkja og eldri borgara. Umræðan hefur snúist fyrst og fremst um aðbúnað þeirra og afkomu. Á undangengnum áratugum höfum við verið að byggja upp lífeyrissjóðakerfi sem hefur að meginmarkmiði að tryggja fólki góð eftirlaun. Þegar almennu lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir í lok sjöunda áratugarins var hugsunin að lífeyrir frá lífeyrissjóðunum kæmi til viðbótar …

Baráttan skilaði árangri

Mikil umræða hefur verið að undanförnu um erlenda starfsmenn á Íslandi. Félagsmenn Samiðnar hafa manna helst fundið fyrir þeim áhrifum sem koma erlendra verkamanna hefur haft á vinnumarkaðinn. Áhrifin hafa birst með mörgum og misjöfnum hætti.Stjórnvöld ákváðu eins og menn muna að ráðast í stærstu virkjun sem gerð hefur verið á Íslandi og byggja jafnframt álver á sama tíma. Iðnaðar- …

Skipulagsmálin verða í brennidepli 5. þings Samiðnar

Skipulagsmál Samiðnar verða í brennidepli á 5. þingi Samiðnar sem haldið verður í Reykjavík 4.–5. maí nú í vor.Á síðasta Samiðnarþingi sem haldið var á Akureyri fyrir þremur árum var ákveðið að setja á laggirnar fimm manna nefnd til að fara ofan í saumana á starfsemi Samiðnar, hlutverki samtakanna og stefnu. Nefndin lagði fram áfangaskýrslu um störf sín fyrir sambandsstjórn …