Gengið frá viðræðuáætlun við SA

Undirrituð hefur verið viðræðuáætlun við Samtök atvinnulífsins vegna endurnýjunar kjarasamningsins sem rennur út um næstu áramót.  Miðað er við að upphaf samningsviðræðnanna verði fyrir lok þessa mánaðar þar sem samningsaðilar kynni meginmarkmið sín varðandi launakröfur, samningstíma og samningsforsendur.  Miðað er við að ljúka samningsviðræðum fyrir miðjan desember og hafi samningur ekki komist á fyrir lok desember er hvorum aðila heimilt að fela ríkissáttasemjara …

Siðlaust framferði atvinnurekenda

Á kjaramálaráðstefnu Samiðnar sem lauk í dag á Hótel Selfossi voru samþykktar ályktanir þar sem siðlausu framferði atvinnurekenda gagnvart starfsréttindum iðnaðarmanna er mótmælt.  Í blindri gróðahyggju ráða atvinnurekendur til sín ómenntað starfsfólk í störf sem krefjast 4 ára menntunar.  Þrátt fyrir að fjöldi erlendra starfsmanna sé ráðinn til fyrirtækja í byggingariðnaði á lægri launum en þekkist meðal íslenskra iðnðarmanna þá …

Kjaramálaráðstefna Samiðnar 12. og 13. október

Samiðn boðar til kjaramálaráðstefnu með þátttöku trúnaðarmanna á vinnustöðum og lykilfólki í aðildarfélögunum dagana 12. og 13. október á Hótel Selfossi.  Ráðstefnan hefst kl. 14 og er hugsuð sem liður í undirbúningi að endurnýjun kjarasamninga sem renna út um áramót og er því mikilvægt að þátttakan verði góð og endurspegli þær kröfur sem helst brenna á félagsmönnum. Auk kjaramálaráðstefnunnar hefur …

Sá sem bjargar einu barni bjargar mannkyninu

Spes-samtökin eru alþjóðlegur félagsskapur fólks sem hefur það að markmiði að bæta lífsskilyrði barna sem búa við erfiðar aðstæður, eru mörg hver munaðarlaus og hafa fáa möguleika í lífinu. Í mörgum tilvikum er það jafnvel svo að möguleikar þeirra á að halda lífi fram á fullorðinsár eru takmarkaðir. Tilgangur og markmið samtakanna endurspeglast að nokkru leyti í nafninu, en Spes …

Leiðari – Það eru mannréttindi að hafa aðgang að húsnæði

Á Íslandi er öruggur aðgangur að húsnæði ein af grunnforsendum þess að geta lifað hamingjusömu lífi, búið fjölskyldunni umhverfi þar sem hún getur þroskast og dafnað. Það er þekkt staðreynd að húsnæðismál hafa afgerandi áhrif á þroska og getu barna. Þau sem sífellt eru að flytja og skipta um umhverfi eiga erfiðara með að ná góðum ár-angri í skólum og …

Frá formanni

KjaramálinNú um áramót renna kjarasamningar út hjá þeim sem starfa eftir kjarasamningum Samiðnar við SA, meistarafélögin og Bílgreinasambandið. Samiðn hefur verið að undirbúa sig undir þá nú í allt haust. Formaður fór á félagsfundi hjá þeim aðildarfélögum sem þess óskuðu og haldin var fjölmenn ráðstefna til undirbúnings, sem gerð er grein fyrir hér í blaðinu. Það sem fram kom á …

„Græn hársnyrting“

Fulltrúar frá Félagi hársnyrti-sveina fóru nýlega í kynnisferð til Danmerkur til að skoða umhverfisvæna hársnyrtistofu Í fyrra sótti Félag hársnyrtisveina um Leónardó-styrk vegna verkefnis sem tengist umhverfisvænni hugsun í hársnyrtiiðn. Í verkefninu var gert ráð fyrir að tveir einstaklingar frá félaginu og tveir kennarar færu til Danmerkur að sækja námskeið í „Grön frisör“. Sú ferð var farin dagana 1.–5. október. …

Verðum að treysta því að þjóðarskútunni sé stýrt af einhverju viti

Finnbjörn Hermannsson formaður Samiðnar segir kaupmáttaraukningu meginstefið í kröfugerð Samiðnar– Það kemur skýrt fram í okkar kröfugerð, sem við kynntum atvinnurekendum fyrir skemmstu, að við leggjum höfuðáherslu á almennar launahækkarnir með það fyrir augum að tryggja aukinn kaupmátt okkar félagsmanna. Auk þessarar meginkröfu okkar erum við með langan lista yfir ýmis mál sem við viljum ræða við atvinnurekendur og ríkisvaldið …

Horfur í aðdraganda kjarasamninga

Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ skrifar Kjarasamningar eru senn lausir og undirbúningur undir nýja samninga er kominn á skrið. Við stöndum því á vissum tímamótum. Ef við lítum í baksýnis- spegilinn þá hefur verið mikill gangur í efnahagslífinu á liðnum árum. Við höfum búið við góðan hagvöxt en honum hefur þó fylgt ójafnvægi með hárri verðbólgu, gengissveiflum, miklum viðskiptahalla, háum …

Róttækar tillögur um breytingar á veikinda-, slysa- og örorkurétti launafólks

Haustið 2006 ákvað miðstjórn Alþýðusambands Íslands að hefja könnunarviðræður við Samtök atvinnulífsins um forsendur hugsanlegrar endurskoðunar á fyrirkomulagi veikinda-, slysa- og örorku-réttinda félagsmanna innan ASÍ. Forsögu málsins má rekja til fundahalda forystu ASÍ, landssambandanna og einstakra félaga með forsvarsmönnum SA, þar sem fram komu breyttar áherslur atvinnurekenda gagnvart fyrirkomulagi veikindaréttar og starfsemi og hlutverki sjúkrasjóðanna. Miðstjórnin ákvað að fela Lífeyrisnefnd …