Fulltrúar frá Félagi hársnyrti-sveina fóru nýlega í kynnisferð til Danmerkur til að skoða
umhverfisvæna hársnyrtistofu
Í fyrra sótti Félag hársnyrtisveina um Leónardó-styrk vegna verkefnis sem tengist umhverfisvænni hugsun í hársnyrtiiðn. Í verkefninu var gert ráð fyrir að tveir einstaklingar frá félaginu og tveir kennarar færu til Danmerkur að sækja námskeið í „Grön frisör“. Sú ferð var farin dagana 1.–5. október. Þó að orðið „umhverfisvænn“ sé notað í þessu samhengi, þá er ekki bara verið að hugsa um umhverfið heldur einkum heilsu hársnyrtifólks vegna þeirra kemísku efna sem notuð eru í framleiðslu lita.
Danskur hársnyrtir að nafni Anna Sophie Villumsen hefur frá árinu 2001 unnið að því að þróa græna hugsun í faginu og rekur nú fjórar stofur í Kaup-mannahöfn sem eingöngu nota efni sem hún hefur gengið úr skugga um að séu heilsusamlegri en önnur. Þess má geta að permanent er ekki framkvæmt á stofu Önnu Sophie þar sem ekkert náttúrulegt efni getur liðað hár eins og gömlu permanent-olíurnar sem við höfum þekkt í gegn-um árin.
Anna Sophie hafði unnið sem sveinn í um tíu ár þegar hún var farin að fá áunnið ofnæmi og slímhúðarvandamál sem or-sökuðu látlausar blóðnasir í vinnunni. Hún hætti að starfa við fagið 1999 en ákvað að byrja aftur 2001 með því að nota eingöngu vörur sem áttu að vera umhverfisvænni og því heilsusamlegri. Ötult starf hennar við að bæta vinnuumhverfið vakti athygli Umhverfisstofnunar Kaupmanna-hafnar (Köbenhavns Miljökontrol) sem heyrir undir Kaupmannahafnarborg. Hún hefur fengið viðurkenningar fyrir starf sitt og styrki til að þróa áfram þessa nýju aðferð.
Hársnyrtistofur í Danmörku geta nú fengið unhverfisvæna vottun í gegnum Köbenhavns Miljöværk. Stofurnar sækja um að verða grænar, fá gátlista til að fara eftir og hafa tveggja ára aðlögunartíma áður en vottunin er staðfest. Nú hafa um 24 stofur í Danmörku fengið þessa vottun.
Efnaverkfræðingur að nafni Johan Galster hefur verið að yfirfara hársnyrti-vörur og finna út hvaða efni eru skaðleg og hver ekki. Hægt er að fara inn á vefsíðuna www.kbhmiljonet.dk/frisoer og kynna sér neikvæða og jákvæða listann sem Johann hefur gert eftir að hafa athugað innihald margra vörutegunda. Eins og staðan er í dag eru fleiri tegundir á neikvæða listanum en þeim jákvæða en það er von manna að með því að upplýsa fólk um hættur efna, líkt og PPD í litum, sé hægt að knýja framleiðendur til að bæta vörutegundir sínar. Til þess verða allir að standa saman en því miður hefur hársnyrtiiðnaðurinn verið svolítið á eftir öðrum iðngreinum í því að bæta efnin sín og vinnuumhverfi sitt almennt.
Í næsta blaði félagsins, Klipp, verður nánari umfjöllun um verkefnið sjálft og einnig farið betur yfir þau efni sem ber að varast. Það er von okkar að hægt verði að útbúa kennsluefni fyrir skólana og einnig námskeið fyrir útlærða hársnyrta sem hafa áhuga á að læra meira um þau kemísku efni sem unnið er með á stofum dagsdag-lega, um hvernig hægt er að koma í veg fyrir áunnið ofnæmi og lengja líftíma okkar í faginu. Heilsa okkar er mikilvæg!!!
Súsanna B. Vilhjálmsdóttir, formaður FHS