Undirrituð hefur verið viðræðuáætlun við Samtök atvinnulífsins vegna endurnýjunar kjarasamningsins sem rennur út um næstu áramót. Miðað er við að upphaf samningsviðræðnanna verði fyrir lok þessa mánaðar þar sem samningsaðilar kynni meginmarkmið sín varðandi launakröfur, samningstíma og samningsforsendur. Miðað er við að ljúka samningsviðræðum fyrir miðjan desember og hafi samningur ekki komist á fyrir lok desember er hvorum aðila heimilt að fela ríkissáttasemjara stjórn viðræðna.