Hársnyrtar aðilar að Iðunni fræðslusetri

Nýlega var undirritaður samningur milli IÐUNNAR fræðsluseturs, Meistarafélags í hárgreiðslu og Félags hársnyrtisveina um endurmenntun í hársnyrtiiðn. Fyrsta samstarfsárið, frá júní 2008 til loka maí 2009, er eins konar reynslutími. Að honum loknum verður starfið endurmetið með það að markmiði að greinin verði fullgildur aðili að IÐUNNI fræðslusetri og gangi að því samkomulagi sem gildir milli eigenda IÐUNNAR.  

Samið við ríkið

Samkomulag hefur náðst um framlengingu á kjarasamningi Samiðnar og ríkisins með gildistíma frá 1.maí s.l. til 31.mars á næsta ári.  Skoða samning.

Golfmót Samiðnar

Hið árlega golfmót Samiðnar verður að þessu sinni haldið á Golfvellinum við Hellu laugardaginn 7. júní.  Mótið er jafnframt innanfélagsmót aðildarfélaga Samiðnar og er það opið öllum félagsmönnum Samiðnar og fjölskyldum þeirra.  Ræst verður út frá kl. 9 – 11.  Skráning rástíma er í síma 5356000 eða í tölvupóstfangið skrifstofa@samidn.is.

Nýtt símenntunargjald

Frá 1.júní 2008 greiða launagreiðendur sameiginlegt símenntunargjald sem nemur a.m.k. 0,4% af heildarlaunum starfsmanna.  Sérstakt framlag starfsmanns fellur niður frá sama tíma og kemur í stað fyrirkomulags þar sem hlutur fyrirtækis var 3/4 af núverandi símenntunargjaldi og starfsmanns 1/4.  Símenntunargjald í bílgreinum verður 0,7% frá sama tíma.

Orlofsuppbótin kr. 24.300 – greiðist 1.júní

Orlofsuppbótin greiðist þann 1.júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu (01.05.-30.04), öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30.04. eða eru í starfi 01.05.  Orlofsuppbótin er kr. 24.300. Starfsmenn í ákvæðisvinnu fá greidda orlofsuppbót líkt og aðrir. Iðnnemar í fullu starfi hjá fyrirtæki á námstíma fá fulla orlofsuppbót.  Fullt starf telst vera 45 …

Orlofsuppbót kr.24.300

Orlofsuppbótin greiðist þann 1.júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu (01.05.-30.04), öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30.04. eða eru í starfi 01.05.  Orlofsuppbótin er kr. 24.300. Starfsmenn í ákvæðisvinnu fá greidda orlofsuppbót líkt og aðrir. Iðnnemar í fullu starfi hjá fyrirtæki á námstíma fá fulla orlofsuppbót.  Fullt starf telst vera 45 …

Samkomulag við Sameinaða lílfeyrissjóðinn um starfsendurhæfingarmál

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur á milli Sameinaða lífeyrissjóðsins og sjúkrasjóða stéttarfélaga sem aðild eiga að sjóðnum um þjónustu við þá sjóðsfélaga sem falla út af vinnumarkaði í kjölfar slysa eða af völdum sjúkdóma.  Markmiðið með samstarfinu er að aðstoða bótaþega sjúkrasjóðanna við að komast aftur inn á vinnumarkaðinn með ýmsum stuðningi og endurhæfingarúrræðum umfram það sem þegar er gert. Sjá …

Ályktun um efnahagsmálin

Miðstjórn Samiðnar sendi frá sér ályktun um stöðu efnahagsmála á fundi sínum þann 28.apríl s.l. Sjá nánar.

Allt um orlofið

Talsverðar breytingar verða á fyrirkomulagi orlofsmála í sumar og tóku þær gildir þann 1.febrúar s.l. Sjá nánar.