Undirritaður hefur verið samstarfssamningur á milli Sameinaða lífeyrissjóðsins og sjúkrasjóða stéttarfélaga sem aðild eiga að sjóðnum um þjónustu við þá sjóðsfélaga sem falla út af vinnumarkaði í kjölfar slysa eða af völdum sjúkdóma. Markmiðið með samstarfinu er að aðstoða bótaþega sjúkrasjóðanna við að komast aftur inn á vinnumarkaðinn með ýmsum stuðningi og endurhæfingarúrræðum umfram það sem þegar er gert.