Hársnyrtar aðilar að Iðunni fræðslusetri

Nýlega var undirritaður samningur milli IÐUNNAR fræðsluseturs, Meistarafélags í hárgreiðslu og Félags hársnyrtisveina um endurmenntun í hársnyrtiiðn. Fyrsta samstarfsárið, frá júní 2008 til loka maí 2009, er eins konar reynslutími. Að honum loknum verður starfið endurmetið með það að markmiði að greinin verði fullgildur aðili að IÐUNNI fræðslusetri og gangi að því samkomulagi sem gildir milli eigenda IÐUNNAR.