Pípað á heimsmeistaramóti í Japan

Árni Már Heimisson pípari tók þátt í heimsmeistaramóti iðnnema í Japan: – Óborganleg lífsreynsla – Þetta var algert æði, upplifun sem ég hefði alls ekki viljað missa af. Þar að auki er ég margfalt betri fagmaður núna en þegar fór í þessa keppni, segir Árni Már Heimisson pípulagnasveinn en hann tók þátt í heimsmeistaramóti iðnnema í bænum Numazu í Japan …

Neytandinn skiptir höfuðmáli

– segir Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra Eins og fram hefur komið í síðustu Samiðnarblöðum hafa margir áhyggjur af veikri stöðu kaupenda í fasteignaviðskiptum. Í því sambandi hefur verið bent á þá staðreynd að hér á landi er ekki gerður greinarmunur á fasteignasala sem fer með mál seljanda og fasteignasala sem fer með mál kaupanda. Raunar er það svo að í …

Skógrækt er líf og yndi Hörpu

Harpa Dís Harðardóttir sótt heim í Björnskot og tekin tali um Suðurlandsskóga og lífið á Skeiðunum – Ég hef verið viðloðandi Suðurlandsskóga í 11 ár. Þetta verkefni á vel við mig og ég er hæstánægð í vinnunni, segir Harpa Dís Harðardóttir garðyrkjufræðingur þegar tíðindamaður Samiðnarblaðsins sótti hana heim þar sem hún býr ásamt manni sínum og þremur börnum í Björnskoti …

Enginn getur allt en allir geta eitthvað

Heimir Björn Janusarson skrifar um umhverfismálÞað er sagt að ef fiðrildi blakar vængjunum í Kína geti það valdið fellibyl á Kúbu. Þetta er auðvitað dæmisaga en einhverstaðar á vindurinn upptök sín og „léttvæg“ áhrif á umhverfið á einum stað geta valdið stórskaða á öðrum. Umræðan um hlýnun jarðar hefur tekið á sig ýmsar myndir. Deilt hefur verið um hvort hlýnun …

Nýtt akstursgjald

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákvarðað nýtt akstursgjald frá og með 1.október. Sjá hér.

Nýtt akstursgjald

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákvarðað nýtt akstursgjald frá og með 1.október. Sjá hér.

Ályktanir um atvinnu- og efnahagsmálin

Á fundi miðstjórnar Samiðnar sem haldinn var á Ísafirði 11. og 12.september s.l. voru samþykktar eftirfarandi ályktanir um atvinnumál og efnahagsmál: Sjá nánar.

Ráðstefna um málefni barna

Velferðarnefnd Alþýðusambands Íslands stendur fyrir opinni ráðstefnu um málefni barna n.k. þriðjudag 23.september kl. 13 í Norræna húsinu. Sjá dagskrána hér.

Miðstjórn ályktar um atvinnu- og efnahagsmál

Á fundi miðstjórnar Samiðnar sem haldinn var á Ísafirði 11. og 12.september voru samþykktar eftirfarandi ályktanir um atvinnumál og efnahagsmál: Ályktun um atvinnumál Miðstjórn Samiðnar skorar á stjórnvöld að grípa nú þegar til aðgerða til að koma í veg fyrir fyrirsjáanlegt  atvinnuleysi á næstu misserum. Í því sambandi er mikilvægt að verklegum framkvæmdum á vegum hins opinbera verði flýtt næstu …

Miðstjórn fundar á Ísafirði

Miðstjórn Samiðnar mun funda á Ísafirði dagana 11. og 12. september til undirbúnings starfinu í vetur en ljóst er að málefni kjarasamninganna og endurskoðun þeirra verður efst á baugi á fundinum.  Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, og Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans og fyrrum hagfræðingur ASÍ, flytja erindi og fara yfir stöðuna í efnahagsmálunum og horfurnar framundan.  Einnig mun miðstjórn …