Félag járniðnaðarmanna á Ísafirði samþykkti

Félagar í Félagi járniðnaðarmanna á Ísafirði sem felldu nýgerðan kjarasamning á milli Samiðnar og SA frá 3. maí sl, samþykktu endurskoðaðan samning með öllum greiddum atkvæðum í kosningu sem lauk í dag.  Hafa þá öll aðildarfélög Samiðnar afgreitt samningana og samþykkt.

Viðræðuáætlun við ríkið endurskoðuð – eingreiðsla 1. ágúst

Samiðn, Rafiðnaðarsamband Íslands og samninganefnd ríkisins hafa sammælst um að endurskoða gildandi viðræðuáætlun með það að markmiði að nýr kjarasamningur verði undirritaður eigi síðar en 30. september.  Ástæðan er að áætlaður tími í þær umfangsmiklu kerfisbreytingar sem fyrirhugaðar eru, s.s. hugsanleg launaþróunartrygging og breytt fyrirkomulag vinnutíma, hafi verið vanmetinn.  Þar sem langt er um liðið að gildistími síðasta kjarasamnings rann …

LAUNATAXTAR Félag pípulagningameistara

Launataxtar frá 1. febrúar 2024 (uppfært m.v. breyttan vinnutíma 1. febrúar 2024) Launaflokkur 1 Mánaðarlaun Dagvinna Yfirvinna 1 Yfirvinna 2 Stórhátíðarlaun Grunnlaun sveins 622.297 3.989 6.223 7.156 8.557 Eftir 5 ár í starfsgrein 647.322 4.150 6.473 7.444 8.901 Eftir 7 ár í starfsgrein 658.955 4.224 6.590 7.578 9.061 2 sveinsbr. o.fl.* 670.881 4.301 6.709 7.715 9.225 Verkstjóri ll Aðstoðarverkstj. o.fl.** …

Hvað á húsið að heita?

Samiðn – Samband iðnfélaga, Rafiðnaðarsamband Íslands, Félag iðn- og tæknigreina, Byggiðn – Félag byggingamanna, MATVÍS og GRAFÍA stéttarfélag hafa ákveðið að vinna náið saman að baráttumálum iðnaðarmanna.Því eru þessi félög að flytja í eitt hús á Stórhöfða 31. Markmiðið með því að vera saman í húsnæði er að samþætta starfsemi félaganna með bættri þjónustu til hagsbóta fyrir félagsmenn sína. Okkur vantar …

Öll aðildarfélög Samiðnar samþykktu kjarasamningana utan eitt

Aðildarfélög Samiðnar samþykktu í atkvæðagreiðslum kjarasamninga Samiðnar fh. aðildarfélaga við Samtök atvinnulífsins, Bílgreinasambandið, Félag pípulagningameistara og Samband garðyrkjubænda.  Félag járniðnaðarmanna á Ísafirði felldi samninginn við Samtök atvinnulífsins. >> Sjá samningana. >> Félag iðn- og tæknigreina – Samtök atvinnulífsinsÁ kjörskrá voru 3.209, atkvæði greiddu 609 eða 18,98%Já sögðu 450 eða 73,9%Nei sögðu 120 eða 19,7%Tek ekki afstöðu 39 eða 6,4%Kjarasamningurinn telst …

Golfmót iðnfélaganna á Leirunni 8. júní

Golfmót iðnfélaganna fer fram þann 8. júní 2019 á Hólmsvelli í Leiru (Leirunni) Ræst verður út kl. 9.00. Skráning fer fram með rafrænum hætti og hægt er að nálgast skráningarform hér að neðan og á heimasíðum GRAFÍU, MATVÍS, Rafiðnaðarsambands Íslands, FIT, Byggiðn, VM, FHS, og SAMIÐN. Mótsgjald er 4.500 kr. Innifalið er spil á vellinum og matur að loknu spili. …

Samningur undirritaður við Samband garðyrkjubænda

Í dag var skrifað undir kjarasamning milli Samiðnar og Sambands garðyrkjubænda.  Samningurinn er byggður á áður gerðum kjarasamningi Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins og eldri samningum við Samband garðyrkjubænda. >> Sjá samninginn.

Kosningar um nýja kjarasamninga

Kosningar um nýja kjarasamninga Samiðnar eru nú hafnar og eru allir félagsmenn hvattir til að skrá sig inn og kjósa um viðkomandi kjaraasamning. >> KJÓSA HÉR>> GLOSUJ TU>> CLICK TO VOTE   Sjá nánar.

Verkalýðshreyfingin geri umhverfismálin að sínum málum

Á vel heppnuðu þingi Samiðnar sem lauk nú um helgina var Hilmar Harðarson frá Félagi iðn- og tæknigreina, endurkjörinn formaður til næstu þriggja ára og Jóhann Rúnar Sigurðsson frá Félagi málmiðnaðarmanna á Akureyri, varaformaður.  Þema þingsins var fjórða iðnbyltingin og umhverfis- og loftslagsmál og fluttu sérfræðingar í þessum málaflokkum áhugaverða fyrirlestra á þinginu sem vöktu mikla athygli, enda málefnin brýn og …

Níunda þing Samiðnar

Níunda þing Samiðnar var haldið á Grand hóteli 10. og 11. maí sl. >> Sjá þinggögn..