Félagar í Félagi járniðnaðarmanna á Ísafirði sem felldu nýgerðan kjarasamning á milli Samiðnar og SA frá 3. maí sl, samþykktu endurskoðaðan samning með öllum greiddum atkvæðum í kosningu sem lauk í dag. Hafa þá öll aðildarfélög Samiðnar afgreitt samningana og samþykkt.