Nýtt verkfæragjald blikksmiða

Samkvæmt kjarasamningi Samiðnar og SA breytist verkfæragjald blikksmiða þann 1. júlí í kr. 124,79 til samræmis við breytingu á byggingavísitölu. Sjá nánar.      Sjá fyrri hækkanir.

Launataxtar ríkið 2011

Kjarasamningur:351 – Samiðn   Upphæð             1 2 3 4 5 6 Launafl./þrep             001 150.283 152.117 153.980 155.871 157.791 159.738 002 153.980 155.871 157.791 159.738 161.715 163.721 003 157.791 159.738 161.715 163.721 165.759 167.826 004 161.715 163.721 165.759 167.826 169.924 172.054 005 165.759 167.826 169.924 172.054 174.216 176.411 006 …

Nýr kjarasamningur við Skálatúnsheimilið

Nýr kjarasamningur við Skálatúnsheimilið var undirritaður í gær og jafnframt samþykktur.  Samningurinn byggir á svipuðum grunni og nýgerður kjarasamningur á milli Samiðnar og ríkisins. Sjá samninginn.

Samningur við Kirkjugarðana samþykktur

Nýr kjarasamningur Samiðnar og Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis sem undirritaður var 23.júní s.l. var samþykktur með afgerandi meirihluta eða 88%.  Af þeim sem voru á kjörskrá nýttu 61% atkvæðisrétt sinn. Sjá samninginn.

NÝTT – kjarasamningur kirkjugarðarnir

Samiðn fyrir hönd aðildarfélaga undirritaði í dag nýjan kjarasamning við Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis sem byggir á svipuðum grunni og samningur Samiðnar og ríkisins sem undirritaður var nýverið.  Kynning á hinum nýja samningi verður í húsakynnum kirkjugarðanna föstudaginn 24.júní kl. 9:30. Sjá samninginn.

Samið við Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis

Samiðn fyrir hönd aðildarfélaga undirritaði í dag nýjan kjarasamning við Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis sem byggir á svipuðum grunni og samningur Samiðnar og ríkisins sem undirritaður var nýverið.  Kynning á hinum nýja samningi verður í húsakynnum kirkjugarðanna föstudaginn 24.júní kl. 9:30. Sjá samninginn.

Ríkissamningur samþykktur samhljóða

Nýr kjarasamningur Samiðnar f.h. aðildarfélaga og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs var samþykktur samhljóða í rafrænni atkvæðagreiðslu en 36% þeirra sem á kjörskrá voru nýttu atkvæðisrétt sinn. Sjá samninginn. 

Samningurinn við Strætó samþykktur

Nýr kjarasamningur Samiðnar og Strætó bs sem undirritaður var 16.júní s.l. var samþykktur í atkvæðagreiðslu í dag þar sem 58% þeirra sem kusu samþykktu samninginn en 48% höfnuðu honum.  Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 80%.  Sjá samninginn.

Samið við sveitarfélögin

Nýr kjarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga var undirritaður 20.júní með gildistíma frá 1.maí 2011 til 30.september 2014.  Samningurinn er á svipuðum nótum og nýgerður kjarasamningur við Reykjavíkurborg. Sjá samninginn.

NÝTT – kjarasamningur við Strætó

Gengið var frá nýjum kjarasamningi við Strætó bs 16.júní með gildistíma frá 1.maí 2011 til 31.mars 2014.  Samningurinn byggir á sama grunni og nýgerður kjarasamningur milli Samiðnar og Reykjavíkurborgar.  Sjá samninginn.