Samiðn fyrir hönd aðildarfélaga undirritaði í dag nýjan kjarasamning við Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis sem byggir á svipuðum grunni og samningur Samiðnar og ríkisins sem undirritaður var nýverið. Kynning á hinum nýja samningi verður í húsakynnum kirkjugarðanna föstudaginn 24.júní kl. 9:30.