Efling vinnustaðanáms og starfsþjálfunar

Í nýútkomnu Fréttabréfi FIT vekur formaður félagsins Hilmar Harðarson athygli á stöðu vinnustaðanáms og starfsþjálfunar í ljósi aukinna fjárframlaga hins opinbera til málaflokksins á grundvelli nýrrar reglugerðar um Vinnustaðanámssjóð sem veitir styrki til fyrirtækja og stofnana til að taka að sér nema í starfsþjálfun.  Lengi hefur verið þrýst á stjórnvöld að standa við gefin fyrirheit í þessum málaflokki og svo …

DESEMBERUPPBÓT – kr. 63.800 með álagi

Desemberuppbótin á almennum markaði, að meðtöldu orlofi, er kr. 48.800 og skal greiðast í síðasta lagi 15.desember miðað við starfshlutfall og starfstíma.  Samhliða desemberuppbót skal greiða sérstakt álag kr. 15.000. Starfsmenn sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi 1.desember eiga rétt á desemberuppbót.  Starfsmenn í ákvæðisvinnu fá greidda desemberuppbót líkt …

Pípulagningamenn í Noregi fá leiðréttingu

Íslenskir pípulagningamenn sem starfað hafa undanfarið í Noregi á vegum íslensks undirverktaka Pípulagnaverktakar ehf við byggingaverkefni á Fornebu og tóku laun samkvæmt íslenskum launatöxtum, fá nú laun í samræmi við norska félaga sína eftir að niðurstaða komst í deilu á milli systursamtaka Samiðnar í Noregi (Fellesförbundet) f.h. starfsmannanna og Pípulagnaverktaka ehf og annarra verktaka sem að verkinu stóðu.  Í lok september …

Er slys skyndilegur utanaðkomandi atburður?

Nokkrar umræður hafa verið um niðurstöður úrskurðarnefndar almannatrygginga og dómstóla sem fallið hafa launagreiðendum í hag í málum er varða vinnuslys og stöðu starfsmanna gagnvart bótum úr slysatryggingum.  Dæmi eru um að starfsmenn hafi ekki fengið bætur t.d. vegna bakmeiðsla þar sem ekki hafi verið sýnt fram á að slysið hafi orðið af völdum „skyndilegs utanaðkomandi atburðar“.  Samkvæmt lögum um almannatryggingar (27 gr. …

Samfélagslegt tap vegna svartar vinnu 13,8 milljarðar kr. á ári

Í aðdraganda kjarasamninga á almennum vinnumarkaði sem undirritaðir voru 5. maí 2011 urðu miklar umræður um neikvæðar afleiðingar svartar atvinnustarfsemi og hvernig stuðla mætti að bættum viðskiptaháttum. Í viðræðum á milli fulltrúa ríkisskattstjóra (RSK), Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) varð að samkomulagi að efna til tímabundins átaks þessara aðila með heimsóknum á vinnustaði sem hefði að markmiði að …

Breyting á skattlagningu séreignarsparnaðar er inngrip í kjarasamninga

Miðstjórn Samiðnar lýsir mikilli andstöðu við tillögu ríkisstjórnarinnar um einhliða breytingu á skattlagningu séreignarsparnaðar og lítur á það sem alvarlegt inngrip í frjálsa kjarasamninga.  Miðstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær 31.október ályktun þar sem áformum ríkisstjórnarinnar er harðlega mótmælt: „Miðstjórn Samiðnar lýsir mikilli andstöðu við tillögu ríkisstjórnarinnar um einhliða breytingu á skattlagningu séreignarsparnaðar sem fram kemur í fjárlagafrumvarpinu.  Fyrirkomulag skattlagningar á …

Atvinnulausir í Fagfélaginu 60 ára og eldri – nýráðningar í formi verktöku

Af tæplega 150 félagsmönnum Fagfélagsins sem eru skráðir sem atvinnuleitendur eru flestir eldri en 60 ára og stór hópur félagsmanna hefur flutt af landi brott eða stundar tímabundna vinnu í nágrannalöndunum.  Þá eru flestar nýráðningar sem vitað er um að undanförnu í formi verktöku eða undirverktöku.  Þetta kom fram í máli Finnbjörns A. Hermannssonar formanns Fagfélagsins og Samiðnar á fundi í trúnaðarráði félagsins …

Vinnuverndarvikan 2011 – ráðstefna 25.okt.

Í tilefni af Vinnuverndarvikunni sem nú stendur yfir mun Vinnueftirlitið standa fyrir ráðstefnu á Grand Hóteli við Sigtún þriðjudaginn 25.október.  Áhersla Vinnuverndarvikunnar að þessu sinni er á öryggi við viðhaldsvinnu en auk áhugaverðra fyrirlestra verða á ráðstefnunni veittar viðurkenningar til fyrirtækja sem talin eru standa sig vel í öryggismálum og aðbúnaði starfsmanna.  Ráðstefnan hefst kl. 13 í Gullteig A-sal. Sjá nánar.

Nýtt akstursgjald

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákvarðar nýtt akstursgjald frá 1.október að telja.  Gjaldið hækkar úr 104 kr. í 111 kr. Sjá nánar.

Launataxtar SAMTÖK ATVINNULÍFSINS

> Kauptaxtar eru lágmarkslaun en að öðru leyti gilda þau laun sem um semst á markaði.  > Heimilt er að greiða 4,59% álag á dagvinnulaun málara, múrara, pípulagningamanna og    veggfóðrara og kemur það þá í stað dagvinnulauna fyrir greidda helgidaga. Launatafla 1. Gildir frá 1.feb. 2012   Iðnaðarmenn með sveinspróf eða sambærilega menntun Mánaðarl. Dagvinna Yfirvinna Stórhátíðarl. Byrjunarlaun 258.555 1492 2685 3555 …