DESEMBERUPPBÓT – kr. 63.800 með álagi

Desemberuppbótin á almennum markaði, að meðtöldu orlofi, er kr. 48.800 og skal greiðast í síðasta lagi 15.desember miðað við starfshlutfall og starfstíma.  Samhliða desemberuppbót skal greiða sérstakt álag kr. 15.000.

Starfsmenn sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi 1.desember eiga rétt á desemberuppbót.  Starfsmenn í ákvæðisvinnu fá greidda desemberuppbót líkt og aðrir.  Sá tími sem starfsmaður er í fæðinarorlofi telst sem starfstími við útreikning desemberuppbótar.

Iðnnemar í fullu starfi hjá fyrirtæki á námstíma fá fulla desemberuppbót. 

Fullt starf telst vera 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof.

>Desemberuppbót hjá ríkinu er kr. 48.800.
>Desemberuppbót hjá Reykjavíkurborg er kr. 54.000 – þann 1.feb. 2012 greiðist eingreiðsla kr. 25.000 m.v. fullt starf.
>Desemberuppbót hjá öðrum sveitarfélögum er kr. 75.500.


Sjá útreikning desemberuppbótar.