Kosning

Bílgreinasambandið og Pípulagningameistarar Kjósa með island.is Kjósa með kennitölu og lykilorði

Félagsleg undirboð á íslenskum byggingamarkaði

Finnbjörn A. Hermannsson formaður Byggiðnar gerir félagsleg undirboð á byggingamarkaðnum að umfjöllunarefni í leiðara nýjasta fréttabréfs Byggiðnar.  Hann gagnrýnir harðlega að ríki, sveitarfélög og stórfyrirtæki gangi til samninga við þekkta kennitöluflakkara og undirverktaka með allt niður um sig og sýni þannig ábyrgðarleysi og eru í raun þjófsnautar.  Hann veltir fyrir sér hvers vegna ekki sé búið að uppræta kennitöluflakkið og …

Söngur „Öskudagsbarnanna“

Starfsfólk Samiðnar fór ekki varhluta af hvaða dagur er í dag og naut söngs „Öskudagsbarna“ sem í staðinn fylltu á úttroðna nammipokana sína.

Aðgangur að góðu húsnæði eru mannréttindi

Eins langt og maður man hefur verið umræða á Íslandi um mikilvægi þess að koma upp húsnæðiskerfi sem tryggði öllum aðgang að góðu húsnæði. Gerðar hafa verið margar hallarbyltingar og nýir ráðherrar húsnæðismála komið með nýjar lausnir sem hafa átt að leysa eldri kerfi af hólmi og mæta þörfum almennings. Staðreyndin er sú að engar þessar lausnir hafa staðist þær …

Nýr kjarasamningur við garðyrkjubændur

Samiðn undirritaði í dag nýjan kjarasamning við Samband garðyrkjubænda sem er á hliðstæðum nótum og þeir samningar sem gerðir hafa verið undanfarna daga.   Sjá samninginn.

Samið við Bílgreinasambandið

Nýr kjarasamningur var undirritaður við Bílgreinasambandið í dag og er samningurinn líkt og samningurinn við SA og Félag pípulagningameistara byggður á samkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá október á síðasta ári og samkomulaginu um jöfnun lífeyrisréttinda frá árinu 2011.  Samningurinn fer nú í kynningu og atkvæðagreiðslu hjá þeim félögum sem fylgja samningnum. Sjá samninginn.

Skrifað undir kjarasamning við pípulagningameistara

Nýr kjarasamningur var undirritaður í gær við Félag pípulagningameistara.  Samningurinn byggir á rammasamkomulagi  aðila vinnumarkaðarins frá í október á síðsta ári og bókun um jöfnun lífeyrisréttinda frá árinu 2011.  Á næstu dögum verður farið í viðræður og samningagerð við önnur félög og sambönd launagreiðenda. Sjá samninginn.

Launataxtar garðyrkjubændur

Launatöflur Sambands garðyrkjubænda frá 1. febrúar 2024 1.2.2024 Grunnlaun 610.222 Eftir 1 ár í starfsgrein 616.324 Eftir 3 ár í starfsgrein 622.488 Garðyrkjumaður með a.m.k. 5 ára sveinspróf og lokapróf meistararéttinda 1.2.2024 Grunnlaun 588.623 Eftir 5 ár frá meistararéttindum 606.458 Launaflokkur 2 1.2.2024 Grunnlaun 508.754 Eftir 1 ár í starfsgrein 513.842 Sérhæfðir aðstoðarmenn 1.2.2024 Grunnlaun 438.483 Eftir 1 ár í …

Nýr kjarasamningur sem getur markað nýtt tímabil

Í gær voru undirritaðir nýir kjarasamningar milli aðildarfélaga ASÍ og Samtaka atvinnulífsins sem marka nokkur tímamót. Í fyrsta lagi er komið endanlegt samkomulag um hækkun á iðgjaldi til lífeyrissjóða sem skapar forsendur til þess að samræma lífeyriskerfin milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. Þetta mál er búið að vera lengi á dagskrá og kom inn í kjarasamninga 2011 en þá …

Nýr kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins

Alþýðusamband Íslands f.h. aðildarfélaga og Samtök atvinnulífsins undirrituðu í dag nýjan kjarasamning með gildistíma frá 1. janúar s.l. til ársloka 2018.  Atkvæðagreiðsla um samninginn verður kynnt á næstu dögum en henni þarf að vera lokið fyrir 26. febrúar n.k. Kjarasamningurinn felur í sér verulegar viðbætur við þær hækkanir sem samið var um á síðasta ári og byggir á rammasamkomulagi aðila …