Ungt fólk í brennidepli

Í vetur hefur Samiðn lagt sérstaka áherslu á að vinna að málefnum sem tengjast ungu fólki, nemum og ungum iðnaðarmönnum á vinnumarkaði. Samiðn hefur lagt sig fram um að heyra hvað unga fólkið hefur að segja og ná fram bótum í málum sem ungu fólki finnst mega betur fara. Harpa Rut Hilmarsdóttir stýrði verkefninu og hér segir hún frá því …

Portúgalskir blikksmiðir á smánarlaunum

Stjörnublikk skekkir alla samkeppni, segja forsvarsmenn annarra blikksmiðja Frá því í haust hefur hópur portúgalskra blikksmiða starfað hér á landi á vegum fyrirtækisins Stjörnublikks hf. Þeir hafa verið hér með hléum en voru á annan tug þegar flest var. Launataxtar þeirra eru langt undir markaðslaunum á Íslandi og vera þeirra hefur ekki verið tilkynnt viðeigandi stjórnvöldum eins og skylt er.– …

Iðnnám er hornreka í menntakerfinu

Niðurstöður tveggja viðamikilla rannsókna valda áhyggjum Iðnnám á Íslandi á undir högg að sækja og þykir óæðra bóknámi. Þetta má lesa út úr tveimur viðamiklum könnunum sem komu út á fyrri hluta þessa árs. Í könnun Félagsvísindastofnunar um ungt fólk og framhaldsskólann, sem kom út í febrúar, kemur fram að sex af hundraði þeirra sem fæddust árið 1975 höfðu lokið …

Uppgangur í Skagafirði

Páll Sighvatsson formaður Iðnsveinafélags Skagafjarðar segir að Skagafjörður eigi framtíðina fyrir sér – Ég held að hér á Sauðárkróki séu menn tiltölulega sáttir. Hér er ekkert atvinnuleysi og hér hefur verið uppgangur. Ríkisvaldið hefur flutt hingað tvær stofnanir, sem hefur mikið að segja fyrir mannlífið á þessum slóðum. Iðnaðarmenn sem hér starfa hafa haft nóg að gera, segir Páll Sighvatsson …

Evrópa er komin á dagskrá

Aldrei fór það svo að Evrópumálin kæmust ekki á dagskrá hér á landi. Davíð Oddsson forsætisráðherra, sem ekki hefur séð ástæðu til þess að ræða mikið um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu, varpaði skyndilega sprengju inn í samfélagið með umdeildri skoðanakönnun og enn umdeildara sjónvarpsviðtali. Hvað sem fyrir honum vakti með þessu sprengjukasti þá tókst honum að setja málið á …

Alþýðusambandið hefur náð vopnum sínum

Jafnvægi í hagkerfinu næstu misseri Sá stöðugleiki sem náðist þegar tókst fyrir atbeina Alþýðusambands Íslands að halda verðlagi neðan rauðu strikanna endurspeglar jafnvægi í hagkerfinu og allar forsendur benda til þess að verðbólga verði tiltölulega lág næstu misseri. Alþýðusambandið kemur sterkt út úr þessum slag og segja má að það hafi náð vopnum sínum, svipað og gerðist þegar þjóðarsátt náðist …

Ráðist gegn vinnuslysum

Það hefur valdið mönnum áhyggjum að undanfarin ár hefur slysatíðni verið hærri hjá starfsmönnum í málm- og byggingariðnaði en hjá öðrum iðnaðarmönnum. Á síðasta Samiðnarþingi var samþykkt að tekið skyldi á þessu vandamáli. Samtök iðnaðarins hafa léð máls á að leggja málinu lið og leitað hefur verið til Vinnueftirlitsins eftir nauðsynlegum upplýsingum um hollustuhætti og aðbúnað á vinnustöðum. Einnig hefur …

Úr skilaboðaskjóðu formannsins

Á undanförnum mánuðum og vikum hafa orðið mikil umskipti í íslensku þjóðlífi. Ástand og horfur í efnahagsmálum eru með allt öðrum hætti en var fyrir minna en hálfu ári. Átak verkalýðshreyfingarinnar gegn verðbólgunni gekk upp. Rauðu strikin héldu. Allt þetta gefur okkur tilefni til að ganga til móts við sumarið með bros á vör. Man einhver hvernig ástandið var í …

Frjálst markaðskerfi getur ekki verið án verkalýðshreyfingar

Fyrir nokkrum mánuðum stefndi í óðaverðbólgu og hríðversnandi lífskjör hér á landi og stjórn efnahagsmála var að sigla í strand. Það var við þessar aðstæður sem Alþýðusambandið greip í samstarfi við landssamböndin inn í atburðarásina og nú blasir árangurinn við. Allt bendir til að hér komist á stöðugleiki og að verðbólgan verði hliðstæð og í samkeppnislöndunum í árslok. Þessum árangri …

Samstarf norrænna stéttarfélaga garðyrkjufólks

Kröftunum beint gegn ólöglegu og ófaglærðu vinnuafli Á þingi norrænna stéttarfélaga starfsfólks í landbúnaði, þar á meðal garðyrkju, sem haldið var í Finnlandi í ágúst, var samþykkt að beina kröftum félaganna að því að sporna gegn ólöglegu og ófaglærðu vinnuafli í greininni.Í ályktun sem samþykkt var á þinginu kemur fram að á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að …