Hversu vel ertu tryggður?

Kristján Örn Sigurðsson hjá Sameinaði lífeyrissjóðurinn skrifar Gott er að staldra við og skoða hversu vel maður sjálfur og fjölskyldan eru tryggð. Allskyns tilboð eru í gangi um sparnað og tryggingar. Oft eru ákveðnar tryggingar innifaldar í þjónustu sem flest heimili nýta sér, t.d. frá bönkum, sparisjóðum og í tryggingapökkum tryggingafélaganna. En ekkert af þessu er ókeypis og því er …

Menntun er máttur Bíliðnamanna

Fræðslumiðstöð bílgreina flytur í nýtt húsnæði þar sem boðið verður fjölbreytt nám fyrir bíliðnamenn Bíliðnamenn eru að gera sér betur og betur grein fyrir nauðsyn þess að auka við og bæta sína menntun. Þeir tilheyra þeirri stétt iðnaðarmanna sem upplifir hvað mestu tækniframfarirnar og því er nauðsynlegt að geta boðið þeim öfluga endurmenntun. Menn verða að gera sér grein fyrir …

Á fundi með frændum í austurvegi

Tveir ungir iðnnemar af Vesturlandi sóttu í sumar fund þar sem saman komu um 70 ungir norrænir málmiðnaðarmenn Í sumar sóttu tveir ungir iðnnemar af Vesturlandi ráðstefnu ungra norrænna málmiðnaðarmanna í Jevnaker í Noregi á vegum Samiðnar. Þeir Haukur Árni Vilhjálmsson og Erlendur Breiðfjörð voru sammála um að ferð þeirra hafi verið lærdómsrík og að hún hefði aukið á víðsýni …

Ungir karlar sá hópur sem helst lendir í vinnuslysum

Kristinn Tómasson, yfirlæknirVinnueftirlits ríkisins, skrifar í tilefni af evrópskri vinnuverndarviku –Varnir gegn vinnuslysum –sem stendur yfir dagana14. til 20. október Vinnuslys eru algeng. Vegna eðlis þeirra má alltaf með nokkrum rétti segja að mögulegt sé að koma í veg fyrir þau. Árlega eru tilkynnt um og yfir 1200 vinnuslys til Vinnueftirlitsins.Tilkynningarskyld vinnuslys eru þau slys sem valda meira en eins …

Aðild tryggir áhrif

Sænskir málmiðnaðarmenn hlynntir aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu Svíþjóð gekk í Evrópusambandið, ESB, 1995 en hefur ekki enn gerst aðili að EMU, Efnahags- og myntbandalagi Evrópu. Skoðanir eru skiptar um kosti aðildar en flestir stjórnmálaflokkanna og ýmis stéttarsamtök hafa tekið jákvæða afstöðu til aðildar að myntbandalaginu. Samtök sænskra málmiðnaðarmanna, Metall, eru fylgjandi aðild, en Byggnads, samtök byggingariðnaðarmanna, hafa ekki …

Asbest draugurinn

Einn er sá draugur úr fortíðinni sem allir byggingarmenn þurfa að varast en það er asbestdraugurinn. Nú er nánast alfarið bannað að nota þetta hættulega efni en efnið hefur víða verið notað sem klæðning og til einangrunar, og hér áður fyrr einnig í bremsuklossa bifreiða.Asbest má enn finna í byggingum hér á landi og er ástæða til að vara menn …

Aðgerðaleysi stjórnvalda í efnahagsmálum ógnar stöðugleikanum

Gylfi Arnbjörnsson nýráðinn framkvæmdastjóri ASÍ segir hættu á viðsnúningi í efnahagsmálum þráist menn við að lækka vexti Það hefur vafalaust margt breyst hér þau fjögur ár sem ég hef verið í burtu. Alþýðusambandið er ekki stöðnuð samtök. Ég reikna því með að þurfa að setja mig inn í mörg ný mál á fyrstu dögum starfsins og veit að veturinn getur …

Gerjun á Skaganum

Hermann Guðmundssonformaður Sveinafélags málmiðnaðarmanna á Akranesi, segir ýmsar hugmyndir uppi um skipulagsmál verkalýðsfélaganna á svæðinu Við hér á Akranesi getum verið vel sáttir við okkar hlut. Hér er næg atvinna og gott mannlíf, segir Hermann Guðmundsson formaður Sveinafélags málmiðnaðarmanna á Akranesi. Hermann segir að rúmlega 250 málmiðnaðarmenn séu í félaginu og hafi þeim fjölgað nokkuð undanfarin ár en mest fjölgunin …

Bjóðum ungt fólk velkomið til starfa í Samiðn

Nú er að fara í gang hjá Samiðn starf með ungu fólki. Í upphafi felst starfið í að útbúa kynningarefni fyrir Samiðn og aðildarfélögin. Þetta efni verður síðan notað til kynningar í skólum og þar sem ungt fólk er að störfum. Þeir sem taka þátt í starfinu hafa nokkuð frjálsar hendur með áherslur og framsetningu. Hér er því gott tækifæri …

Kapphlaupið við tímann hafið í Smára-lindinni

10. 10. 10. 10. Fjórum sinnum tíu, það er nokkuð sem við flest hugsum ekki mikið um svona daglega en til er nokkuð stór hópur manna hér á landi sem hugsar um þessar tölur á hverjum degi og það í mikilli alvöru. Tíu mínútur yfir tíu tíunda tíunda núna í haust á að opna stærstu verslunarmiðstöð sem reist hefur verið …