Færum taxtana nær greiddum launum

– Fjórir forystumenn iðnaðarmanna segja álit sitt á kjarasamningunum og stinga út kúrsinn fyrir þá næstu Kjarasamningarnir sem gerðir voru fyrir þremur árum eða svo renna út um næstu áramót. Það er því ágætur tími til að gera upp samningstímabilið, hvað náðist og hvað náðist ekki, hvernig framkvæmd samninganna var og hvað mætti betur fara. Einnig fer að verða tímabært …

Aldrei of seint að fara í framhaldsnám

Einar Gunnarsson blikksmiður hóf nám í byggingartækni í Danmörku kominn langt á sextugsaldur.– Ekkert stórmál, en þarf að skipuleggja vel, segir hann. – Auðvitað er það mál að rífa sig upp, flytja til útlanda og setjast á skólabekk þegar maður er kominn yfir miðjan aldur og með fullt af skuldbindingum á bakinu. Það skiptir mestu að undirbúa þetta vel, ana …

Magnús er með elsta þak landsins undir

– Ég er hér að lagfæra elsta þak á landinu. Timbrið sem ég er að meðhöndla er upprunalega þakklæðningin sem var sett á húsið þegar það var byggt árið 1765, segir Magnús Helgi Alfreðsson trésmiður þar sem hann stendur við faktorshúsið í Neðstakaupstað á Ísafirði. Hann hefur frá því í vor unnið við viðgerðir á þaki hússins sem er eins …

Klúður við Kárahnjúka

Stóriðjuframkvæmdir eru hafnar á Austurlandi. Það fer ekki á milli mála þegar ekið er upp á Vesturöræfi, sem eitt sinn voru friðsæl heimkynni sauðkindarinnar, hreindýranna og stöku ferðamanna sem vildu upplifa hálendi Íslands í kyrrð og ró. Rykmökkur liggur nú yfir svæðinu. Ryk frá tugum ef ekki hundruðum bíla sem eru á stöðugri ferð um svæðið. Ryk frá sprengjum. Hundruð …

Verðum að setja stopp

Verðum að setja stopp á hugsunarháttinn hjá þeim sem bera ábyrgð á framkvæmdunum við Káranhnjúka– Mér sýnist að hér sé farið heldur illa af stað. Það er eiginlega sorglegt að sjá hvað þessi stærsta framkvæmd Íslandssögunar höktir nú um stundir. Ég get ekki betur séð en að íslensk stjórnvöld hafi látið sér nægja að taka ákvörðun um að skella sér …

Sameining stéttarfélaga

FIT – Félag iðn- og tæknigreina tilbúið í slaginn – Nýja félagið tók formlega til starfa 1. maí, á baráttudegi verkalýðsins. Þetta er stórt félag og verður öflugt, segir Hilmar Harðarson bifvélavirki sem var kjörinn formaður Félags iðn- og tæknigreina – FIT – á stofnfundi þess 12. apríl í vor.Félagið varð til eftir að félagsmenn í Bíliðnafélaginu / Félagi blikksmiða, …

Úr skilaboðaskjóðu formannsins

Allir komnir úr fríum og haustið framundan. Vonandi hafið þið haft það gott í sumar og eruð tilbúin undir haustverkin. Kjarasamningar lausir í byrjun árs og því nóg að gera við að undirbúa kröfugerðar. Uppgjörstími síðustu fjögurra ára. Hvernig hefur kaupmáttur haldist út samningstímann? Hvernig hefur okkar fólk haldið kaupmætti miðað við aðra þjóðfélagshópa? Hvernig er atvinnuástandið framundan? Hvað er …

Að starfa við Kárahnjúkavirkjun á að vera eftirsóknarvert

Það er löng hefð fyrir því að starfsfólk við virkjanaframkvæmdir njóti góðs aðbúnaðar og hafi bærileg laun. Um þetta hefur ekki verið ágreiningur milli aðila vinnumarkaðarins fram til þessa. Starfsfólk við virkjanir vinnur við erfiðar aðstæður fjarri heimili og fjölskyldu langtímum saman. Virkjanasamningurinn, sem tekur sérstaklega til virkjanaframkvæmda, ber þessa merki og er því betur útfærður hvað varðar aðbúnað en …

Könnun á heilsu og vellíðan iðnaðarmanna

Menn bera sig vel en einkenni um álag og streitu eru algeng Könnun sem gerð var meðal byggingarmanna og málmiðnaðarmanna nú á haustdögum leiðir í ljós að íslenskum iðnaðarmönnum líður almennt vel í vinnunni. Þegar betur er að gáð hvílir þó skuggi á þessari mynd því að stór hluti þeirra sem spurðir voru kvaðst ekki fá nógu mikinn svefn og …

Batnandi samkeppnisstaða skipaiðnaðar

Nýsmíði til útflutnings hafin á ný eftir langt hlé Ýmis teikn eru á lofti um að vænta megi betri tíðar í skipasmíðaiðnaði Íslendinga á næstu árum, ef marka má nýútkomna skýrslu um samkeppnisstöðu greinarinnar. Það sem einkum glæðir vonir manna er að opinber stuðningur við skipasmíðastöðvar í Evrópu er að leggjast af. Þá ber það við að í lok síðasta …