Golfmót sumarsins

Hið árlega golfmót Samiðnar var haldið sunnudaginn 12.júní s.l. á golfvellinum við Hellu.  Mótið var jafnframt innanfélgsmót aðildarfélaga Samiðnar og félagsmanna þeirra ásamt fjölskyldum.  Útilíf styrkti mótið. ÚRSLIT Unglingaflokkur með forgjöf. 1. Ragnar Már Garðarsson 71 2. Gísli Arnarsson 73 3. Andri Óskarsson 73   Félag járniðnaðarmanna Án forgjafar 1. Örn Gíslason 76 2. Halldór Lúðviksson 84 3. Egill Sigurbjörnsson …

Orlofsuppbót 21.800 kr

Starfsmaður sem hefur áunnið sér fullan orlofsrétt, með starfi hjá sama atvinnurekanda næstliðið orlofsár og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí, skal við upphaf orlofstöku eða eigi síðar en 15.ágúst fá greidda orlofsuppbót kr. 21.800 miðað við fullt starf en hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Fullt starf telst vera 45 unnar vikur eða …

Aðbúnaðarviðurkenning Trésmiðafélags Reykjavíkur

Trésmiðja GKS hlaut viðurkenningu Trésmiðafélags Reykjavíkur fyrir góðan aðbúnað á vinnustað á síðasta ári.  Er þetta í tuttugasta sinn sem félagið afhentir fyrirtæki í byggingariðnaði viðurkenningu fyrir að hlúa vel að öryggis- og aðbúnaðarmálum starfsfólks. sjá nánar á heimasíðu TR 

Desemberuppbót

Desemberuppbótin í ár er kr. 38.500 og kr. 24.300 fyrir iðnnema. Starfsmenn sem hafa verið í fullu starfi allt árið hjá sama fyrirtæki og eru við störf hjá fyrirtækinu í síðustu viku nóvember eða í fyrstu…

Samningur undirritaður við Íslenska járnblendifélagið

Samtök atvinnulífsins vegna Íslenska járnblendifélagsins og Félag iðn- og tæknigreina hafa undirritað nýjan kjarasamning.  Að samningnum standa auk FIT Rafiðnaðarsamband Íslands vegna Félags íslenskra rafvirkja og Félags rafeindavirkja, Verkalýðsfélagið Hörður Hvalfirði, Verkalýðsfélag Akraness og Verslunarmannafélag Reykjavíkur.  Samningurinn verður kynntur á næstu dögum og á atkvæðagreiðslu að vera lokið fyrir 17. febrúar.

Stjórn Samiðnar

  FORMAÐUR SAMIÐNAR Finnbjörn A. Hermannsson, Fagfélaginu VARAFORMAÐUR SAMIÐNAR Hilmar Harðarson, Félagi iðn- og tæknigreina FRAMKVÆMDASTJÓRN SAMIÐNAR Finnbjörn A. Hermannsson, Fagfélaginu Hilmar Harðarson, Félagi iðn- og tæknigreina Hákon Hákonarson, Félagi málmiðnaðarmanna á Akureyri MIÐSTJÓRN SAMIÐNAR Heimir Kristinsson, Fagfélaginu  Georg Ó. Ólafsson, Félagi iðn- og tæknigreina Hákon Hákonarson, Félagi málmiðnaðarmanna Akureyri Sigurður Hólm Freysson, Afli iðnaðarmannadeild Sveinn Ingason, Félagi iðn- og tæknigreina Sigurjón Einarsson, Fagfélaginu …

Nýr kjarasamningur við Alcan á Íslandi (ISAL)

Nýr kjarasamningur var undirritaðir í nótt á milli Samtaka atvinnulífsins vegna Alcan á Íslandi (ISAL) og Félags iðn- og tæknigreina (FIT).  Að samningnum standa auk FIT Verkalýðsfélagið Hlíf, Félag járniðnaðarmanna, Rafiðnaðarsamband Íslands vegna Félags íslenskra rafvirkja og Félags rafeindavirkja, Verslunarmannafélag Hafnarfjarðar og Félag matreiðslumanna.  Samningurinn verður kynntur á næstu dögum og á atkvæðagreiðslu um samninginn að vera lokið fyrir 10. febrúar.

Námskeið um starfsmannaleigur

Samiðn mun standa fyrir námskeiði um stöðu starfsfólks starfsmannaleiga föstudaginn 14. janúar n.k. frá kl. 9 til 12 í Borgartúni 30.  Námskeiðið er ætlað forsvarsmönnum, trúnaðarmönnum og starfsfólki aðildarfélaga Samiðnar og verða leiðbeinendur lögmenn ASÍ og Samiðnar.  Skráning á námskeiðið er í síma 535 6000 eða með tölvupósti í thskrif@samidn.is

Kjarasamningar Samiðnar við Reykjavíkurborg og Vélamiðstöðina eh

Kjarasamningur Samiðnar við Reykjavíkurborg sem undirritaður var 1. desember s.l. var samþykktur í atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag.  Á kjörskrá voru 59 og greiddu 51 atkvæði eða 86%.  Já sögðu 31 eða 61% og nei sögðu 20 eða 39%.  Samningurinn telst því samþykktur. >>>sjá samninginn Kjarasamningur Samiðnar við Vélamiðstöðina ehf sem undirritaður var 1. desember s.l. var einnig samþykktur …