Starfsmaður sem hefur áunnið sér fullan orlofsrétt, með starfi hjá sama atvinnurekanda næstliðið orlofsár og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí, skal við upphaf orlofstöku eða eigi síðar en 15.ágúst fá greidda orlofsuppbót kr. 21.800 miðað við fullt starf en hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.
Fullt starf telst vera 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof.