Samtök atvinnulífsins vegna Íslenska járnblendifélagsins og Félag iðn- og tæknigreina hafa undirritað nýjan kjarasamning. Að samningnum standa auk FIT Rafiðnaðarsamband Íslands vegna Félags íslenskra rafvirkja og Félags rafeindavirkja, Verkalýðsfélagið Hörður Hvalfirði, Verkalýðsfélag Akraness og Verslunarmannafélag Reykjavíkur.
Samningurinn verður kynntur á næstu dögum og á atkvæðagreiðslu að vera lokið fyrir 17. febrúar.