Flokksstjórar

13.1.             Flokksstjórar og verkstæðisformenn 13.1.1.          Sveini sem falin er flokksstjórn, verkstæðisformennska eða umsjón verka, en gengur jafnframt til almennra starfa iðnaðarmanna, skal greitt sérstaklega fyrir stjórnunarlega ábyrgð. Álag skal vera umsamið milli aðila, allt eftir eðli og umfangi starfsins ásamt ábyrgð sem því fylgir. 13.1.2.          Með flokksstjórn er í þessu sambandi einnig átt við tímabundna stjórn á vinnuflokk samkvæmt sérstökum …

Uppsagnarfrestur, endurráðning, áunnnin réttindi og hlutastörf

12.1.   Uppsagnarfrestur 12.1.1.          Uppsagnarfrestur er gagnkvæmur og miðast við viku- eða mánaðamót. 12.1.2.          Heimilt er að ráða starfsmann tímabundið eða til ákveðins verkefnis. Ráðning samkvæmt framansögðu má þó ekki vera til lengri tíma en þriggja mánaða. Slíku ráðningarsambandi má þó segja upp með tveggja vikna fyrirvara m.v. vikumót. 12.1.3.          Uppsagnarfrestur 12.1.3.1.       Sveinar: Á fyrsta starfsári: 2 vikur m.v. vikumót. Eftir 1 …

Trúnaðarmenn

11.1.    Val trúnaðarmanna 11.1.1.          Starfsmönnum er heimilt að kjósa einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5 til 50 starfsmenn og tvo trúnaðarmenn séu starfsmenn fleiri en 50. Að kosningu lokinni tilnefnir viðkomandi verkalýðsfélag trúnaðarmennina. Verði kosningu eigi við komið skulu trúnaðarmenn tilnefndir af viðkomandi verkalýðsfélagi. 11.1.2.          Trúnaðarmenn verði eigi tilnefndir til lengri tíma en tveggja ára í senn. 11.2.     Störf …

Félagsgjöld, sjúkrasjóða-, orlofssjóða- og lífeyrissjóðaiðgjöld

10.1.      Félagsgjöld 10.1.1.          Atvinnurekandi tekur að sér að halda eftir af kaupi hvers starfsmanns félagsgjaldi því sem honum ber að greiða til félaganna, sem og öðrum gjöldum er félögin ákveða og afhenda til þeirra eftir nánara samkomulagi. 10.1.2.          Aðilar eru sammála um að verkalýðsfélögin fái aðstöðu til þess að taka félagsgjöld með hundraðshluta af kaupi t.d. með innheimtu samhliða lífeyrissjóðsgreiðslu …

Verkfæri og vinnuföt

9.1.  Vinnuföt 9.1.1.      Almennur vinnufatnaður 9.1.1.1.         Starfsmenn skulu fá tvo vinnugalla á ári og skal skila ónothæfum fyrir nýjan. Vinnugallar er eign atvinnurekanda og sér hann um hreinsun á þeim á sinn kostnað. Við starfslok skal starfsmaður standa skil á öllum vinnufatnaði. 9.1.1.2.         Tegund vinnufatnaðar ákvarðast með tilliti til hverskonar störf starfsmenn vinna. 9.1.2.      Sérstakur vinnufatnaður 9.1.2.1.         Í sérstökum óþrifatilfellum þar …

Greiðsla launa í veikinda- og slysatilfellum, vinnuslys, atvinnu

8.1.     Starfsmenn skulu á hverju 12 mánaða tímabili halda launum í veikinda- og slysaforföllum sem hér greinir: 8.1.1.            Fyrstu sex mánuðina hjá sama atvinnurekanda, tveir dagar á fullum launum fyrir hvern unninn mánuð. Eftir sex mánaða samfellt starf hjá sama atvinnurekanda, einn mánuður á fullum launum. Eftir tveggja ára samfellt starf hjá sama atvinnurekanda, einn mánuður á fullum launum og …

Aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi

7.1.               Vinnustaðir 7.1.1.            Um þrif, loftræstingu, upphitun, salerni, matstofur, fatageymslur og allan annan aðbúnað vísast til reglna um húsnæði vinnustaða nr. 581/1995 og reglna um aðbúnað, hollustuhætti og öryggisráðstafanir á byggingavinnustöðum og við aðra tímabundna mannvirkjagerð nr. 547/1996. 7.2.               Heilsuvernd og læknisskoðun 7.2.1.            Um heilsuvernd og læknisskoðanir vísast til XI. kafla laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á …

Forgangsréttur til vinnu

Bílgreinasambandið skuldbindur sig til að láta félagsmenn aðildarfélaga Samiðnar njóta forgangs að vinnu er heyrir undir iðngreinar félaganna, enda séu þau opin öllum iðnaðarmönnum sem uppfylla skilyrði laga viðkomandi félags. Aðildarfélög Samiðnar skuldbinda sig til að stuðla að því að félagsmenn þeirra vinni hjá atvinnurekendum sem eru aðilar að þessum samningi.

Fyritækjasamningar

5.1.      Skilgreining Fyrirtækjasamningur (vinnustaðasamningur), í skilningi þessa kafla, er samningur milli fyrirtækis og starfsmanna, allra eða tiltekins hluta, um aðlögun kjarasamnings að þörfum vinnustaðarins. Fyrirtækjasamningur, sem gerður er á grundvelli þessa kafla, er ekki kjarasamningur, enda eru samtök atvinnurekenda og stéttarfélög ekki samningsaðilar.  Um aðkomu þessara aðila að samningsgerðinni vísast til gr. 5.4. 5.2.      Markmið Markmið fyrirtækjasamninga er að efla samstarf starfsfólks …

Orlof

4.1.               Orlofslaun, orlofsfé, taka orlofs 4.1.1.            Um orlof skal fara að lögum nr. 30/1987. Þar er gert ráð fyrir því að orlofi af öllum tekjum megi breyta í orlofstíma. Þá er miðað við að orlof skuli greiða af öllum tekjum og hlunnindum að kostnaðarliðum undanskildum. 4.1.2.            Lágmarksorlof skal vera 24 dagar. Orlofslaun skulu vera 10,17% af öllu kaupi að kostnaðarliðum …