Tíma skipaviðgerða að ljúka í Reykjavík

Allt útlit er fyrir að skipaviðgerðir og -smíði leggist af í Reykjavík á næstu misserum. Nýlega kynnti Reykjavíkurborg áform um að leggja niður skipaviðgerðir vestast í Gömlu höfninni í Reykjavík á svokölluðu slippasvæði. Þar hafa verið stundaðar skipasmíðar og viðgerðir í meira en hundrað ár. Nú síðast hefur Stálsmiðjan haldið á lofti merki skipaviðgerða á staðnum, en auk hennar er …

Vinnuverndartilraun hleypt af stokkunum

„Öryggi og vellíðan starfsmanns snýst ekki einvörðungu um hag hans heldur einnig um hag fyrirtækisins sem hann starfar hjá. Því er það skylda okkar sem störfum í þágu launafólks og fyrirtækjanna í landinu að sameinast með Vinnueftirlitinu um að tryggja góðan og öruggan aðbúnað félagsmanna okkar hjá ólíkum fyrirtækjum,“ sagði Finnbjörn Hermannsson formaður Samiðnar þegar hann undirritaði ásamt fulltrúm Vinnueftirlitsins …

Megum ekki láta Kárahnjúkavirkjun brjóta velferðarsamfélagið

Megum ekki láta Kárahnjúkavirkjun brjóta velferðarsamfélagið á bak aftur Hringborðsumræður um erlent vinnuafl á Íslandi – Þátttakendur: Gissur Pétursson, Ingvar Sverrisson og Þorbjörn Guðmundsson Erlent vinnuafl á Íslandi hefur verið mikið til umræðu síðustu mánuði, ekki síst vegna hins fjölmenna hóps sem komið hefur til starfa við virkjanaframkvæmdirnar austur við Kárahnjúka. Íslensk stéttarfélög hafa staðið í harðri baráttu við verktaka …

Höfum séð það svartara

 –        segir Sigfús Eysteinsson, formaður Iðnsveinafélags Suðurnesja, um atvinnuástandið á Suðurnesjum í kjölfar uppsagna á Keflavíkurflugvelli   Atvinnumál á Suðurnesjum voru töluvert til umræðu á síðustu mánuðum nýliðins árs. Ástæðan eru fyrst og fremst uppsagnir starfsmanna hjá bandaríska hernum sem tilkynntar voru í tvígang í haust. Fyrst var sagt upp 90 manns en þær uppsagnir síðan dregnar til baka eftir …

Aðstæður við upphaf kjarasamninga

 Á síðasta ári lauk einu lengsta samfellda hagvaxtarskeiði Íslandssögunnar. Á fimm ára tímabili mældist hagvöxtur að meðaltali um 5% á ári, sem er mjög mikið bæði í sögulegu samhengi og í alþjóðlegum samanburði. Við Íslendingar erum annars vanir efnahagssveiflum; miklum uppgangstímum og erfiðum samdrætti í kjölfarið. Þeir sem náð hafa miðjum aldri muna vel eftir uppsveiflunni sem hófst árið 1984 …

Verðum að hækka launataxtana

– segir Súsanna Björg Vilhjálmsdóttir, formaður Félags hársnyrtisveina, um kjaraviðræðurnar Súsanna Björg Vilhjálmsdóttir, formaður Félags hársnyrtisveina, kvaðst ekkert alltof bjartsýn á að vel gengi að semja. „Þessi uppákoma fyrir jólin þegar þingmenn ákváðu að bæta lífeyrisréttindi sín hleypti illu blóði í fólk. Við erum búin að reyna að semja um það árum saman að fá sömu lífeyrisréttindi og opinberir starfsmenn …

Spjall við forystumenn Samiðnar

Spjall við forystumenn Samiðnar, Finnbjörn Hermannsson og Örn Friðriksson, um kröfugerð iðnaðarmanna í viðræðum um nýja kjarasamninga Treystum  kaupmáttinn og atvinnustigið Snemma í desember lagði samninganefnd Samiðnar fram kröfugerð félagsins vegna viðræðna um endurnýjun kjarasamningsins sem rennur út í lok janúar. Meginforsendur kröfugerðarinnar eru þær að viðhalda stöðugleikanum í efnahagslífinu, lágri verðbólgu, vaxandi kaupmætti og atvinnuleysi í lágmarki. Félögin sem …

Úr skilaboðaskjóðu formannsins

Kjarakröfurnar litast af ástandinu Eina ferðina enn stöndum við frammi fyrir því verkefni að endurnýja kjarasamninga. Mikil vinna hefur farið fram innan einstakra aðildarfélaga Samiðnar við að móta kröfur og lauk henni á sambandsstjórnarfundi Samiðnar þar sem kröfurnar voru samræmdar. Ekki þurfti að hafa mikla vinnu við það því annars vegar voru kröfurnar mjög vel skilgreindar frá félögunum og hins …

Kjarasamningarnir: Hærri kaupmáttur

Kjarasamningarnir:Hærri kaupmáttur –   Burt með félagsleg undirboð   Viðræður um endurnýjun kjarasamninga eru hafnar. Að mörgu leyti hefur yfirstandandi samningstímabil verið hagstætt launafólki. Flestir hafa búið við vaxandi kaupmátt og stöðugleiki hefur ríkt í efnahagslífinu. Þrátt fyrir þetta hafa hópar innan Samiðnar ekki haldið í við verðlag og því ekki fengið kaupmáttaraukningu á samningstímanum. Það er mikilvægt að hafa þetta í …

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja

 Guðmundur Smári Guðmundsson aðaltrúnaðarmaður hjá Marel fór í sumar á vegum Félags járniðnarmanna til Finnlands. en þar hann sótti námskeið hjá Norræna sumarskólanum sem í 54 ár hefur haldið úti námskeiðum fyrir trúnaðarmenn og aðra forystumenn verkalýðshreyfingarinar á Norðurlöndum. Námskeiðið í ár var um samfélagslega ábyrgð fyrirtæka. Fjallað var um þetta efni frá ýmsum hliðum og meðal annars spurt: Hafa …