„Öryggi og vellíðan starfsmanns snýst ekki einvörðungu um hag hans heldur einnig um hag fyrirtækisins sem hann starfar hjá. Því er það skylda okkar sem störfum í þágu launafólks og fyrirtækjanna í landinu að sameinast með Vinnueftirlitinu um að tryggja góðan og öruggan aðbúnað félagsmanna okkar hjá ólíkum fyrirtækjum,“ sagði
„Það má segja að þetta sé rökrétt framhald af því samstarfi sem komið var á við Samtök iðnaðarins um vinnuverndarmál en þessir aðilar stóðu sameiginlega að því fyrir skömmu að kanna ástand vinnuverndarmála hjá fyrirtækjunum og þá var einnig spurt um líðan starfsfólks á vinnustöðum,“ sagði
Tilraunaverkefnið snýst um að taka hér á landi í notkun eftirlitskerfi sem byggjast á finnskri fyrirmynd. „Verkefnið snýst um að kynnast þessum kerfum, annarsvegar kerfi sem kallað er TR-mælirinn og á að nota í byggingariðnaði, og hinsvegar kerfi sem kallast Elmeri og á að nota í málmiðnaði. Það má reyndar nota til að bæta vinnuverndarstarf á vinnustöðum í öllum iðnaði,“ segir
Fjögur fyrirtæki taka þátt í verkefninu. Byggingarfyrirtækin ÍAV og SS-verktakar hafa samþykkt að gerast þátttakendur í TR-mælis-verkefninu en málmiðnaðarfyrirtækin Slippstöðin á Akureyri og Héðinn taka þátt í Elmeri-verkefninu. Innan skamms verður efnt til námskeiða fyrir leiðbeinendur sem fræða starfsfólk fyrirtækjanna um hvernig á að koma þessum tilraunaverkefnum af stað.
Elmeri
Framvirkt eftirlit með frammistöðu í vinnuumhverfismálum
Elmeri-aðferðin er áreiðanlegt stjórntæki í vinnuumhverfismálum hjá iðnfyrirtækjum. Þetta er einföld aðferð sem nota má í fyrirtækjum af öllum stærðum og í öllum iðngreinum. Aðferðin byggist á úttekt/skoðun á starfstöðvum og umferðarleiðum. Skoðunarþættir spanna alla helstu öryggis- og heilbrigðisþætti, svo sem notkun persónuhlífa, umgengni, vélaröryggi, hávaða, lýsingu, inniloft, efnanotkun og líkamsbeitingu.
Elmeri-aðferðin felst í því að búin er til kennitala öryggismála, svokallað Elmeri-stig sem gefur til kynna ríkjandi öryggisástand í fyrirtækinu. Elmeri-stigið er hlutfallstala og getur legið milli 0 og 100%. Sem dæmi þýðir Elmeri-stigið 60% að af 100 atriðum sem tekin voru til skoðunar hafi 60 verið í samræmi við tiltekinn öryggisstaðal og gott vinnuumhverfi. Elmeri-stigið gefur þannig jákvæðar upplýsingar og ýtir undir frekari umbætur í vinnuumhverfismálum.
Rannsóknir meðal málmiðnaðarfyrirtækja í Finnlandi hafa sýnt að Elmeri-aðferðin gefur trúverðuga vísbendingu um slysatíðni á vinnustöðum. Hátt Elmeri-stig gefur til kynna að slysatíðni verði lítil og öfugt.
TR-mælirinn
Vopn í þágu betra starfsumhverfis ábyggingarstöðum
TR-mælirinn er traust aðferð sem auðvelt er að nota til að meta öryggið á byggingarvinnustaðnum. TR-mælirinn getur í ákveðnum skilningi komið í staðinn fyrir hefðbundna vikulega hreinsunardaga og eftirlit á byggingarvinnustöðum. Mælingin fer þannig fram að menn fara um allan vinnustaðinn og kanna aðstæður með því að merkja við annaðhvort „rétt“ eða „rangt“. Til að fá fram nákvæmar og traustar niðurstöður þarf margar skoðanir. Mælt er með að yfir 100 atriði séu skoðuð í hvert sinn. Við matið athuga menn öll mikilvægustu atriði sem hafa áhrif á öryggi á vinnustaðnum. Á matsblaðinu er öryggisatriðunum skipt niður í sex mismunandi þætti:
l vinnan
l vinnupallar
l umferðarleiðir og stigar
l vélar og verkfæri
l fallvarnir
l rafmagn og lýsing. umgengni og rusl
Við matið er notað tilbúið eyðublað með leiðbeiningum um hvernig skoðunin fer fram.
Þeir sem vilja nýta sér TR-mælinn til að bæta öryggi og vinnuvernd á vinnustaðnum verða í upphafi að koma sér saman um leikreglur. Góðar leikreglur eru þær sem menn hafa búið til saman. Leikreglurnar eiga að vera auðskiljanlegar, ekki fleiri en tíu. Hér eru nokkur dæmi um leikreglur:
l Notaðu nauðsynlegan hlífðar- og öryggisbúnað.
l Haltu umferðarleiðum, vinnupöllum og fallvörnum í lagi.
l Gerðu hreint eftir þig á vinnustaðnum fyrir næsta verkþátt.
l Settu rusl í viðeigandi ruslagám.
l Skilaðu sameiginlegum verkfærum aftur á réttan stað.
l Gakktu tryggilega frá rafmagnstöflum og leiðslum.
Mikilvægt er að sátt sé um leikreglur, að þær séu settar í samstarfi verkstjóra og starfsmanna og að verkstjórum og öryggistrúnaðarmönnum sé skylt að setja sig inn í það hvernig TR-mælingin fer fram.