Þjónustan eykst og starfsemin styrkist

Formenn sex stéttarfélaga ræða um sameiningu þeirra sem kosið verður um í nóvembermánuði Að undanförnu hafa forystumenn sex stéttarfélaga iðnaðarmanna tekið þátt í viðræðum um sameiningu félaganna í eitt. Þeir hafa komist að samkomulagi um tillögu sem lögð verður undir atkvæði félagsmanna í nóvembermánuði. Félögin sem hér um ræðir eru Bíliðnafélagið/Félag blikksmiða, Félag byggingariðnaðarmanna í Hafnarfirði, Félag garðyrkjumanna, Málarafélag Reykjavíkur, …

Marel vex og dafnar

Hátæknifyrirtækið sem varð til í Háskóla Íslands er nú orðið eitt af öflugustu fyrirtækjum landsins með 280 starfsmenn hér á landi en alls starfa um 800 hjá samsteypunni – Hér er afskaplega gott að starfa. Það má segja að starfsmenn hér séu eins og ein stór fjölskylda. Hér vinna menn í sellum og ekki hægt að segja annað en að …

Fyrstu verkstæðin voru ekki beint aðlaðandi vinnustaðir!

Sigurgestur Guðjónsson, einn af landsins fyrstu bifvélavirkjum:  Í lok þriðja áratugarins var ekki langt liðið frá því að bílar urðu algeng sjón á götum Reykjavíkur, og þessi vélknúnu farartæki voru enn sveipuð ævintýraljóma. Bílstjórar voru hetjur þess tíma og marga unga menn fýsti að vinna við að aka fiski, salti eða kolum, að ekki sé talað um að flytja fólk …

Vankunnátta um skaðlegt efni

Isocyanat Vandamálin sem fylgja efnum af svokölluðum ísósýanat-flokki aukast samtímis því að nýjar tegundir koma í ljós. Sérfræðingar og stéttarfélög eru sammála um að alltof margir viti alltof lítið um ísósýanat og áhrif þess á heilsu fólks. Ísósýanat er samheiti efna sem notuð eru við framleiðslu svokallaðs pólýúretanplasts og er þau að finna í efnum eins og málningu, svampi, lakki …

Stóriðjuáform á Austurlandi:

 Fjárfesting sem er ígildi 23 Smáralinda   Áformaðar stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi verða meðal hinna umfangsmestu sem ráðist hefur verið í á Íslandi til þessa. Heildarupphæð þessara fjárfestinga er áætluð um 230 milljarðar króna. Þar af verður fjárfesting vegna Kárahnjúkavirkjunar um 100 milljarðar og annað eins vegna byggingar álvers Alcoa á Reyðarfirði. Þá er talið að fjárfestingar í fjórðungnum í tengslum …

Samtök norrænna byggingarmanna

Barist gegn útbreiðslu óhefðbundinna ráðningarforma   Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að ráðningarkjör á vinnumarkaði hafa verið að breytast hröðum skrefum. Hin hefðbundna ráðning launamanns hjá atvinnurekanda með þeim skyldum og réttindum sem henni fylgja hefur verið á undanhaldi fyrir ýmsum afbrigðum af verktöku, verkefnaráðningu og svo framvegis. Þetta er ekki séríslenskt vandamál því sömu þróunar verður vart …

Brýn þörf að bæta ímynd Iðnaðarmannsins

Samiðn lætur kanna stöðu iðnaðarmanna og iðnnáms í hugum þjóðarinnar   Hver er ímynd iðnaðarmannsins meðal Íslendinga? Hvert er viðhorf fólks til iðnmenntunar? Þykir það ennþá ófínt að stunda iðnnám eða er það að breytast? Þessum spurningum hafa iðnaðarmenn eflaust lengi velt fyrir sér og þar kom að Samiðn ákvað að freista þess að fá svar við þeim. Nú eru …

Úr skilaboðaskjóðu formannsins

Misjafnt hafast mennirnir að   Um nokkurra ára skeið hefur atvinnuástand verið þannig að við höfum þurft að sækja vinnuafl út fyrir landsteinana. Þessir starfsmenn hafa komið bæði frá löndum innan evrópska efnahagssvæðisins og utan. Leikreglur eru með þeim hætti að þegar um er að tefla starfsmenn utan evrópska efnahagssvæðisins og þeir eru „fluttir“ löglega inn í landið þarf að …

Jú, grunnstoðir velferðarkerfisins eru að gefa eftir

Íslenskt velferðarkerfi byggist á þeirri grunnhugsun að allir eigi að fá sem jöfnust tækifæri til menntunar, heilbrigðis og afkomu án tillits til efnahags eða kynferðis. Í íslensku samfélagi hefur ríkt nokkuð góð sátt um þessi markmið. Á síðustu misserum hafa æ fleiri komið fram og lýst þeirri skoðun sinni að það sé verið að hverfa frá þeim félagslega jöfnuði og …

Klúður við Kárahnjúkar enn í fullum gangi

„Samskiptin við Ítalana hafa skánað á undanförnum mánuðum. Þeir virðast vera að sætta sig við þær samskiptareglur sem gilda hér á landi. Það verður að teljast ákveðin framför,“ segir Þorbjörn Guðmundsson framkvæmdastjóri Samiðnar þegar hann var beðinn um að lýsa þróun mála við Kárahnjúka að undanförnu. Þorbjörn hefur verið talsmaður verkalýðshreyfingarinnar í  þeim málum sem hafa komið upp milli hreyfingarinnar …