Aðstæður við upphaf kjarasamninga

Á síðasta ári lauk einu lengsta samfellda hagvaxtarskeiði Íslandssögunnar. Á fimm ára tímabili mældist hagvöxtur að meðaltali um 5% á ári, sem er mjög mikið bæði í sögulegu samhengi og í alþjóðlegum samanburði. Við Íslendingar erum annars vanir efnahagssveiflum; miklum uppgangstímum og erfiðum samdrætti í kjölfarið. Þeir sem náð hafa miðjum aldri muna vel eftir uppsveiflunni sem hófst árið 1984 …

Verðum að hækka launataxtana

– segir Súsanna Björg Vilhjálmsdóttir, formaður Félags hársnyrtisveina, um kjaraviðræðurnar   Súsanna Björg Vilhjálmsdóttir, formaður Félags hársnyrtisveina, kvaðst ekkert alltof bjartsýn á að vel gengi að semja. „Þessi uppákoma fyrir jólin þegar þingmenn ákváðu að bæta lífeyrisréttindi sín hleypti illu blóði í fólk. Við erum búin að reyna að semja um það árum saman að fá sömu lífeyrisréttindi og opinberir …

Spjall við forystumenn Samiðnar

Spjall við forystumenn Samiðnar, Finnbjörn Hermannsson og Örn Friðriksson, um kröfugerð iðnaðarmanna í viðræðum um nýja kjarasamninga   Treystum  kaupmáttinn og atvinnustigið   Snemma í desember lagði samninganefnd Samiðnar fram kröfugerð félagsins vegna viðræðna um endurnýjun kjarasamningsins sem rennur út í lok janúar. Meginforsendur kröfugerðarinnar eru þær að viðhalda stöðugleikanum í efnahagslífinu, lágri verðbólgu, vaxandi kaupmætti og atvinnuleysi í lágmarki. …

Úr skilaboðaskjóðu formannsins

Kjarakröfurnar litast af ástandinu Eina ferðina enn stöndum við frammi fyrir því verkefni að endurnýja kjarasamninga. Mikil vinna hefur farið fram innan einstakra aðildarfélaga Samiðnar við að móta kröfur og lauk henni á sambandsstjórnarfundi Samiðnar þar sem kröfurnar voru samræmdar. Ekki þurfti að hafa mikla vinnu við það því annars vegar voru kröfurnar mjög vel skilgreindar frá félögunum og hins …

Kjarasamningarnir: Hærri kaumáttur

Burt með félagsleg undirboð   Viðræður um endurnýjun kjarasamninga eru hafnar. Að mörgu leyti hefur yfirstandandi samningstímabil verið hagstætt launafólki. Flestir hafa búið við vaxandi kaupmátt og stöðugleiki hefur ríkt í efnahagslífinu. Þrátt fyrir þetta hafa hópar innan Samiðnar ekki haldið í við verðlag og því ekki fengið kaupmáttaraukningu á samningstímanum. Það er mikilvægt að hafa þetta í huga við …

Hlutafélag ekur við rekstri Fræðslumiðstöðvar

Hlutafélag ekur við rekstri Fræðslumiðstöðvar bílgreina   Hlutafélagið Fræðslumiðstöð bílgreina tók til starfa 1. október í haust og er félagið í eigu Bílgreinasambandsins og Bíliðnafélagsins að jöfnu. Tilgangur þess er að annast alhliða fræðslustarf í þágu bílgreinarinnar. Með stofnun hlutafélagsins eru eigendurnir að auka áherslu sína á þjónustu FMB við fyrirtæki og einstaklinga í bílgreinum, að sögn Snorra Konráðssonar framkvæmdastjóra …

Fæðingarorlof feðra

 Ingólfur V. Gíslason starfsmaður Jafnréttisráðs skrifar   Fyrir síðustu alþingiskosningar skrifaði ég grein í þetta blað og rakti nokkuð hverju flokkar og framboð lofuðu varðandi fæðingarorlof og möguleika feðra til að taka slíkt. Flestir lofuðu lengingu orlofsins og styrkingu á möguleikum feðra. Nú hafa þrír ráðherrar kynnt væntanlegt frumvarp um málið sem að flestu leyti uppfyllir þau loforð sem gefin …

Aftur út í atvinnulífið

 Tilraun með nýtt endurhæfingarúrræði fer vel af stað og er þegar farið að bera árangur   Við sögðum frá því í síðasta Samiðnarblaði að Sameinaði lífeyrissjóðurinn hefði tekið frumkvæði að því að koma á fót nýju endurhæfingarúrræði fyrir sjóðfélaga sem lent hafa í vinnuslysum og orðið öryrkjar. Nú er þessi starfsemi hafin og fyrsti skjólstæðingurinn reyndar „útskrifaður“ – með láði …

Sjáum ekki fyrir endann á þensluskeiðinu

 – Spurningin er hvort lendingin verður mjúk eða hörð, segir Már Guðmundsson aðalhagfræðingur Seðlabankans   Eins og alltaf gerist þegar kjarasamningar fara í hönd hófst mikil umræða um efnahagsmál á síðastliðnu hausti. Ástæðan var sú að verðbólgan var farin að láta á sér kræla eftir langt frí og menn leituðu skýringa, smeykir um að nú væri stöðugleikinn rokinn út í …

Nokkur orð um varasöm og hættuleg efni

Nokkur orð um varasöm og hættuleg efni í bílgreinunum   Þrátt fyrir að þekking á efnum sem notuð eru í bílgreinunum, bæði efni í bifreiðum og efni sem notuð eru til viðgerða, hafi aukist, er margt sem þarf að varast í þeim efnum.   Öll lífræn leysiefni, svo sem þynnar, white spirit og önnur feitiuppleysandi efni, eiga það sameiginlegt að …